fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Kýldur og laminn í höfuðið með síma

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 05:39

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 18 í gær var maður kýldur í andlitið og laminn í höfuðið með síma í Miðborginni. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi er lögreglan kom. Árásarþolinn var fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild. Þar voru sex spor saumuð í höfuð hans.

Á Reykjanesbraut, nærri Straumsvík, var bifreið ekið á ljósastaur klukkan 03.45 í nótt. Einn var í bifreiðinni en ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsli hans að svo stöddu. Bifreiðin var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Í Miðborginni var maður í annarlegu ástandi handtekinn á tólfta tímanum. Lögreglan var ítrekað búin að hafa afskipti af honum um kvöldið. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á þriðja tímanum var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Laugarneshverfi. Áður hafði verið tilkynnt að hann væri að ógna fólki. Hann var vistaður í fangageymslu.

Klukkan hálf fjögur var tilkynnt um mann liggjandi á gangstétt í Hlíðahverfi. Hann mun hafa fokið í óveðrinu og kvartaði um verk í annarri höndinni. Hann var fluttur á Bráðadeild með sjúkrabifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segja Vegagerðina standa fyrir fordæmalausri þjónustuskerðingu

Segja Vegagerðina standa fyrir fordæmalausri þjónustuskerðingu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar rífast við fólk frá Venesúela um ástandið – „Ekkert gæti verið verra en það sem við höfum gengið í gegnum“

Íslendingar rífast við fólk frá Venesúela um ástandið – „Ekkert gæti verið verra en það sem við höfum gengið í gegnum“
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fannst hún „afmennskuð“ eftir að Grok var notað til að gera nektarmyndir af henni

Fannst hún „afmennskuð“ eftir að Grok var notað til að gera nektarmyndir af henni