fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Segir sig frá trúnaðarstörfum innan Samfylkingarinnar vegna moldviðrisins í kringum SÁÁ

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 14:10

Hörður J. Oddfríðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður J. Oddfríðarson, formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík, hefur sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í samtali við DV staðfestir Hörður þessa ákvörðun og segir að ástæðan sé moldviðrið sem hefur þyrlast upp í kringum SÁÁ undanfarin misseri en þar starfar Hörður sem dagskrárstjóri göngudeildar.

Við embætti formanns fulltrúaráðs tekur Ásta Guðrún Helgadóttir en hún bauð sig fram gegn Herði í hnífjöfnum kosningum á síðasta ári. Aðeins einu atkvæði munaði á frambjóðendunum þegar upp er staðið, Herði í vil.

Sjá einnig: Hörður hélt naumlega velli eftir óvænt mótframboð

Inná borði Héraðssaksóknara

Eins og greint var frá fyrr í mánuðinum gerði Eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands alvarlegar athugasemdir við þúsundir reikninga frá SÁÁ og hafa krafist endurgreiðslu á allt að 174 milljónum króna. Málið hefur vakið mikla athygli og er þegar komið inn á borð hjá Landlækni, Persónuvernd og Héraðssaksóknara.

Meðal annars snýst málið um að göngudeildum, sem Hörður stýrir,  hafi verið lokað frá 5. október árið 2020 og út árið vegna sóttvarna. Hins vegar töldu Sjúkratryggingar að það hafi ekkert tilefni verið fyrir lokuninni en heilbrigðisþjónusta hafi á þeim tíma verið heimil án takmarkana og til samanburðar hafi göngudeild fíknimeðferðar á Landspítala verið opin á þessu tímabili. SÍ hefur því krafist endurgreiðslu á fastagjaldi fyrir þessa 3 mánuði sem hljóðar upp á tæplega 30 milljónir.

Aðspurður segir Hörður að mikið álag sé í starfi hans innan SÁÁ og að hann telji sig ekki geta sinnt skyldum sínum í störfum fyrir Samfylkinguna. Varðandi Sjúkratrygginga-málið segir hann að það ekki tímabært að tjá sig opinberlega. „Það er ekki gott að of margir kokkar séu að hræra í sama potti. Hins vegar er sárt að sjá vegið að starfsheiðri stéttarinnar sem ég tilheyri,“ segir Hörður.

Sjá einnig: Hörður viðurkennir að hafa misnotað yfirburðastöðu gegn Jódísi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“