fbpx
Fimmtudagur 27.janúar 2022
Eyjan

Hörður hélt naumlega velli eftir óvænt mótframboð

Eyjan
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 21:51

Hörður J. Oddfríðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður J. Oddfríðarson hélt naumlega velli sem formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir óvænt mótframboð. Aðalfundur fulltrúaráðsins fór fram í kvöld og vakti það talsverða athygli þegar Ásta Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, lýsti því yfir að hún hyggðist bjóða sig fram til formanns gegn Herði.

Ásta G. Helgadóttir

Segja þeir sem til þekkja innan flokksins að framboð Ástu megi rekja til gríðarlegrar óánægju með störf Harðar sem formanns uppstillinganefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Uppstillingin þótti vera algjört klúður og var uppstillinganefndin sökuð um ógegnsæi og ófagleg vinnubrögð. Svo fór að margir nýliðar, sem höfðu ekki verið virkir í innra starfi flokksins, hlutu framgang á kostnað reynslumeiri liðsmanna flokksins. Varð það til þess að margir sögðu sig úr Samfylkingunni sem var talsvert högg í upphafi kosningabaráttunnar.

Um það leyti var fylgi flokki um 20% í fylgi en endaði svo í 9,9% fylgi sem þótti mikið afhroð og var að hluta til rekið til klúðursins í Reykjavík.

Á aðalfundinum í kvöld fór svo þó að Hörður hélt velli með naumindum – fékk 43 atkvæði gegn 42 atkvæðum Ástu.

Mikil endurnýjun varð innan félagsins en samkvæmt heimildum Eyjunnar settust sjö nýir fulltrúar í tíu sæti í stjórn og varastjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Biden íhugar að senda mörg þúsund hermenn til Evrópu

Biden íhugar að senda mörg þúsund hermenn til Evrópu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flytja bandaríska sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu vegna ótta við innrás Rússa

Flytja bandaríska sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu vegna ótta við innrás Rússa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

SÞ segja að Íranar smygli vopnum til uppreisnarmanna í Jemen

SÞ segja að Íranar smygli vopnum til uppreisnarmanna í Jemen
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björn Ingi harðorður í Silfrinu – „Guð forði okkur svo frá því að það komi ný afbrigði um páskana“

Björn Ingi harðorður í Silfrinu – „Guð forði okkur svo frá því að það komi ný afbrigði um páskana“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólöf segir börnin fært mestu fórnirnar í Covid faraldrinum þó sjúkdómurinn bíti minnst á þeim

Ólöf segir börnin fært mestu fórnirnar í Covid faraldrinum þó sjúkdómurinn bíti minnst á þeim
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skortur á orku yfirvofandi hér á landi

Skortur á orku yfirvofandi hér á landi