fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Sunnudagshugvekja Brynjars Níelssonar – „Ofstækið hefur náð völdum“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. janúar 2022 14:04

Ljósmynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson ritar á Facebook það sem hann kallar „sunnudagshugvekju“ og fjallar um nokkur mál sem brenna á mörgum þessa dagana og það sem honum finnst sammerkt í umræðu um þessi tilteknu mál, nefnilega meðvirkni.

„Meðvirkni í íslensku samfélagi er að slá öll fyrri met. Hún er orðin að einhvers konar dygðaskreytingu. Þeir sem hafa ekki sannfæringu fyrir öllum sóttvarnaaðgerðum, heimsendi vegna loftslagsvár, feðraveldinu og banni gegn blóðmerahaldi þurfa helst að sæta útilokun og bannfæringu. Fleira mætti telja,“ segir Brynjar.

„Það hefur bara ein skoðun verið leyfð þegar kemur að sóttvörnum. Hún er sú að fylgja tillögum sóttvarnalæknis og helst ganga lengra. Flestir í þessum hópi koma úr röðum eftirlaunamanna og opinbera starfsmanna, sem ekki hafa orðið fyrir tekjutapi vegna sóttvarnaaðgerða, heldur þvert á móti. Nú er krafan að opinberir starfsmenn fái sérstakar álagsgreiðslur vegna veirunnar. Það er eins og margir séu búnir að gleyma því að yfirvinnutaxti inniheldur álagsgreiðslur. Hugur minn er ekki aðallega hjá opinberum starfsmönnum þrátt fyrir álag þar á bæ heldur þeim sem hafa orðið fyrir tekjutapi eða misst vinnuna og lífsviðurværið,“ segir hann.

Brynjar bendir á að aðgerðir í faraldri sem þeim sem nú geisar snúist ekki aðeins um að draga úr smitum eða koma í veg fyrir þau heldur sé málið mun flóknara, eins og sóttvarnalæknir sjálfir hafi benti á.

„Þess vegna höfum við þjóðkjörna fulltrúa til að taka ákvarðanir og bera ábyrgðina. Þeir þurfa að taka tillit til fleiri þátta en eingöngu útbreiðslu smits. Sérfræðingablæti þjóðarinnar er komið út fyrir öll mörk.

Loftslagsmálin eru farin að bera keim af bókstafstrú. Stefnir í að efasemdarmenn verði afgreiddir eins og hverjir aðrir villutrúarmenn. Ofstækið hefur náð völdum. Það eru allir sammála um þau markmið að draga úr úrgangi og mengun sem fylgir okkur. Ástæðulaust er samt að auka fátækt og hörmungar hundruð milljóna manna um allan heim í öllu ofstækinu. Það er ekki eins og vísindin séu með allt á hreinu í þessum efnum,“ segir hann.

Hugvekju Brynjars má lesa hér í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“