fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
FréttirMatur

Ómótstæðilega ljúffengt Kínóasalat að hætti Öglu Maríu

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 2. janúar 2022 18:19

Kínóasalatið að hætti Öglu Maríu hittir klárlega í mark á nýju ári./FRÉTTABLAÐIÐ SIGTRYGGUR ARI.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Heilsublaðið Fréttablaðsins fyrir áramótin deilir Agla María Albertsdóttir, landliðskona í knattspyrnu og sóknarkona með Breiðabliki, með lesendum ómótstæðilega ljúffengu Kínósalati sem er kærkomikið að njóta eftir hátíðarnar. Agla María hefur náð undraverðum árangri í knattspyrnunni og er góð fyrirmynd og öðrum til eftirbreytni. Agla María var meðal annars valin leikmaður ársins 2021 í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hún hefur staðið sig framúrskarandi vel í landsleikjunum með íslenska landsliðinu á árinu sem er að líða. Agla María hefur alla tíð haft mikinn áhuga á öllu sem við kemur hollum og heilbrigðum lífsstíl sem hefur svo sannarlega skilað henni góðum árangri út í lífið.

„Eftir allar kræsingarnar um jólin finnst mjög gott að fá mér hollan og góðan mat þegar hátíðunum lýkur. Mér finnst þá oft tilvalið að skella í einfalt en mjög gott kínóasalat. Mér finnst kínóasalatið vera bæði ferskt og gott og auðvelt að laga það að mismunandi þörfum. Þetta er réttur sem fjölskyldan hefur oft þegar okkur langar í eitthvað hollt og ferskt. Fáum okkur oft þegar við vitum ekki hvað skal hafa í matinn.“

Kínóasalat að hætti Öglu Maríu

2 dl kínóa og 3 ½ dl vatn

½-1 krukka fetaostur

2-3 msk. hampfræ

1-2 msk. furuhnetur

Ein sæt kartafla

1 msk. af olíu

Hvítlaukur, saxaður

½-1 mangó, skorið í bita

1 krukka kjúklingabaunir (má líka vera kjúklingur)

20 stk. kirsuberjatómatar

100 g spínat

30 stk. kóríanderfræ

Slatti af niðurskorinni basilíku

1-2 msk. góð ólífuolía

Eftir smekk

Rauðlaukur

Rauð paprika

Ruccolasalat

Sjóðið kínóa í um 10-15 mínútur.

Skerið sætu kartöfluna í ca. 1 cm bita og bakið í ofni í ca. 30 mínútur með 1 matskeið af olíu og söxuðum hvítlauk.

Blandið öllu saman og dreifið ólífuolíunni yfir salatið.

Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta nýtur þess að borða hollan og góðan mat.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Zirkzee ætlar sér burt
Matur
16.06.2025

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með
Matur
15.06.2025

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“