fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Þórdís setti Twitter á hliðina – „Fór hún bara í alvörunni þangað?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hefur verið höfð að háði og spotti á Twitter undanfarin sólarhring eftir að hún deildi tísti í tilefni af degi baráttumannsins Martin Luther King Jr. sem var í gær.

Þórdís deildi tísti þar sem stóð:

„„Líf okkar líður undir lok um leið og við verðum þögul um hlutina sem skipta máli.“ Boðskapur Dr. Martin Luther King á alltaf jafn vel við, sérstaklega nú á tímum þar sem mikið af grundvallarréttindum sem við töldum örugg og trygg hefur verið ógnað.“

Segja má að þetta tíst hafi ekki slegið í gegn heldur þvert á móti. Í athugasemdum hefur Þórdísi meðal annars verið bent á að tilvitnaður texti í tísti hennar sem hún eignar Martin Luther King sé í reynd ekki bein tilvitnun í hann heldur gróf umorðun á texta sem hann fór með í eldræðu í kjölfar þess að lögregla réðst á mótmælendur með ofbeldi í Alabama í mars árið 1965. Mótmælin höfðu verið friðsæl þar til lögregla hóf að beita táragasi og berja mótmælendur með kylfum sem leiddi til þess að yfir 50 einstaklingar þurftu að leita á sjúkrahús. Mótmælendur höfðu verið að krefjast kosningaréttar fyrir svarta.

Aðrir velta því fyrir sér hvernig Þórdísi datt til hugar að birta þetta og bera saman baráttu Martin Luther Kings fyrir réttindum svartra saman við andstöðu Þórdísar og fleiri við sóttvarnaaðgerðir.

Einn gerir grín að þessari samlíkingu Þórdísar í athugasemd.

Dæmi um fleiri athugasemdir við færsluna:

„Þú bara hentir í þetta og ýttir á send.“ 

T-mínus 5 dagar í að þú farir að pósta photoshop myndum af Þórólfi með Hitler yfirvaraskegg“ 

„Janúar rétt hálfnaður og versta Tweet ársins þegar komið. Það er ákveðið afrek. Til hamingju.“ 

„Þetta er svo skammarlegt. Líður þér ekkert asnalega“

„Jesús minn. Eyddu þessu helvítis tweeti.“ 

„Ertu í alvörunni að bera saman baráttu samfélags svartra fyrir jafnrétti við minniháttar óþægindin af sóttvörnum?“ 

Ekki nóg með ofangreint heldur hafa margir vitnað í tíst hennar og annað hvort gagnrýnt ráðherrann eða gert grín að henni. Þar er Þórdís sökuð um taktleysi, forréttindablindu og veltir einn jafnvel fyrir sér hvort hún hafi gert þetta viljandi til að fólk hætti að velta fyrir sér utanlandsferð fjármálaráðherra.

Versta take ársins

Skotið á ráðherra með myndum

Fór hún í alvörunni þangað?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi