fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Þórhallur útskýrir brottreksturinn á Jóni Má frá X-inu – „Fékk upplýsingar sem ég tók alvarlega“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. janúar 2022 14:00

Jón Már Ásbjörnsson (t.v.) og Þórhallur Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir þess efnis að útvarpsmanninum Jóni Má Ásbjörnssyni á X-inu hafi verið vikið frá störfum á grundvelli ásakana frá konum hafa vakið mikla athygli.

Jón Már er einnig þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Une Misère. Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, staðfesti þessa ákvörðun í samtali við mbl.is um helgina.

Vart hefur verið við ásakanir gegn Jóni á samfélagsmiðlum um nokkurt skeið. Í kjölfar fréttarinnar bárust DV misvísandi ábendingar um málið, annars vegar þess efnis að þessar ásakanir vörðuðu ekki meint kynferðisbrot heldur tilfinningalegt ofbeldi og kæmu frá einni konu.

Hins vegar fékk DV ábendingar þess efnis að ásakanir gegn manninum kæmu úr fleiri en einni átt og snerust meðal annars um kynferðisofbeldi.

DV hefur einnig fengið upplýsingar um að Jón Már hafi almennt verið vel liðinn á Sýn og brottreksturinn komið mörgum þar á bæ í opna skjöldu.

Tveimur aðilum bar saman

DV hafði samband við Þórhall Gunnarsson í morgun sem sagðist vera upptekinn á fundi en lýsti sig reiðubúinn að svara skriflega fyrirspurn um málið. Í fyrirspurninni var Þórhallur spurður hvort málið snerist um ásakanir um kynferðisofbeldi, hvort þær kæmu frá fleiri en einum aðila og hvað Sýn hefði gert til að rannsaka málið. Þórhallur svaraði að hann hefði haft samband við ásakanda Jóns Más og fengið upplýsingar sem hann tæki alvarlega. Hann hefði einnig rætt málið við Jón Má og fengið hans hlið áður en hann tók ákvörðun. Svar Þórhalls er eftirfarandi:

„Ég fékk ábendingar um ásakanir gagnvart starfsmanni okkar á samfélagsmiðlum.

Ég hafði samband við þann aðila sem birti þessar ásakanir og fékk upplýsingar sem ég tók alvarlega. Í framhaldinu fékk ég símtal frá öðrum einstaklingi sem útskýrði sína hlið málsins og var hún í samræmi við fyrri frásögnina.

 Ég hafði áður fengið útskýringar frá starfsmanni mínum og í ljósi allra upplýsinga ákvað ég að hann skyldi ljúka störfum strax.“

 

Uppfært kl. 14:30  Jón Már Ásbjörnsson er hættur störfum í hljómsveitinni Une Misère vegna sömu mála og urðu til þess að hann var rekinn af X-inu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn