fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Teitur hlaut dóm fyrir skattsvik – Þarf að greiða 15,2 milljón króna sekt til ríkissjóðs

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 23:15

Teitur Guðmundsson, læknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar, hlaut í dag fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir greindi fyrst frá.

Auk skilorðsbunda fangelsisdómsins var Teiti gert að greiða 15,2 milljón króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins ella sæta fangelsi í 240 daga. Þá var honum gert að greiða 940 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns Vilhjálms H. Vilhjálmssonar.

Teitur var sakfelldur fyrir meiri háttar skattalagabrot fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti við rekstur einkahlutafélags Sítrus ehf. á um tveggja ára tímabili 2013 til 2015 né staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir meiri háttar brot á bókhaldslögum.

Héraðsdómari sagði að líta yrði til þess að brotin væru umfangsmikil ásetningsbrot.

Í dóminum kemur fram að málsmeðferð hafi dregist töluvert hjá skattrannsóknarstjóra en ákæra var ekki gefin út fyrr en þremur og hálfu ári eftir

Dómur Héraðsdóms Reykjaness

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Í gær

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun