fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Helgi Seljan gengur til liðs við Stundina – Jón Trausti stígur til hliðar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var greint frá því að rannsóknarblaðamaðurinn og fréttamaðurinn Helgi Seljan hefur sagt skilið við RÚV. Hann hefur nú verið ráðinn rannsóknarritstjóri hjá Stundinni, en um nýtt hlutverk er að ræða sem hefur ekki verið til staðar hjá miðlinum fram að þessu. Mun Helgi hefja störf 15. febrúar næstkomandi.

Samhliða þessu mun annar ritstjóri Stundarinnar, Jón Trausti Reynisson, stíga til hliðar og verður eingöngu framkvæmdastjóri útgáfufélags Stundarinnar og blaðamaður á ritstjórn. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir verður framvegis ein aðalritstjóri miðilsins.

Stundin greinir frá ráðningu Helga þar sem ferill hans er rakinn.

„Helgi hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín hérlendis og erlendis, meðal annars þrenn blaðamannaverðlaun Íslands og 9 tilnefningar til sömu verðlauna. Helgi hefur oftast allra, eða fjórum sinnum, verið valinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaunahátíð íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.

Feril sinn í fjölmiðlum hóf Helgi á héraðsfréttablaðinu Austurglugganum árið 2002 en fór þaðan á DV, Talstöðina og svo fréttastofu Stöðvar 2, áður en hann gekk til liðs við Kastljós RÚV árið 2006, þar sem hann starfaði allt þar til fréttaskýringaþátturinn Kveikur varð til árið 2017.“

Stundin tekur fram að Helgi hafi tekið tekið þátt í og leitt rannsóknir og umfjallanir um nokkur af stærstu fréttamálum síðustu ára, þar á meðal Panamaskjölin og Samherjaskjölin.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað