fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Fasteignaviðskipti á Reynimel í skrúfuna – Kaupendur krefjast þess að fá íbúðina afhenta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 22:00

Frá Reynimel. Mynd ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur í sérstæðu fasteignaviðskiptamáli. Kona og maður kröfðust þess að maður, eigandi íbúðar við Reynimel í Reykjavík, afhenti þeim íbúðina, gegn greiðslu upp á 82 milljónir króna.

Fólkið hafði gert tilboð íbúðina og því hafði svarað með gagntilboði eigandans sem þau samþykktu.

Tilboðið var með þeim fyrirvara að eigandanum tækist að ganga frá kaupum á fasteign á Reykjavíkurvegi og að Ríkisskattstjóri aflétti veðböndum á eigninni vegna skuldar. Ekki tókst að ganga frá kaupum á fasteigninni á Reykjavíkurvegi né aflétta veðböndum frá skattinum og afturkallaði eigandinn þá gagntilboð sitt. Á þetta féllust ekki hinir væntanlegu kaupendur. Þau töldu sig hafa veitt nægilega langan frest til að uppfylla þessi skilyrði og þegar ekki var fallist á að gera afsal og afhenda íbúðina stefndu  þau eigendanum fyrir dóm, á þeim forsendum að hið samþykkta kauptilboð hefði verið bindandi.

Það var niðurstaða héraðsdóms að kauptilboðið væri ekki bindandi vegna fyrirvaranna. Í niðurstöðunni segir meðal annars:

„Þegar öll skilyrði eru uppfyllt er gengið til kaupsamningsgerðar og samningurinn um kaupin endanlega útfærður og honum í framhaldi þinglýst. Þegar skilyrði kaupsamnings eru uppfyllt, þ.e. afhending og greiðslur, er gengið frá afsali. Eins og rakið er að framan var það skilyrði stefnda að kauptilboð hans í aðra fasteign í sama íbúðarhverfi yrði að kaupsamningi aldrei uppfyllt.“

Var eigandinn sýkn af kröfum fólksins en dómurinn ákvað samt að hvor aðili myndi bera sinn málskostnað.

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin