fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Bandaríkin vara Rússland við og senda 18 háþróuð flugskeytakerfi til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. september 2022 06:58

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Úkraínumönnum stuðning upp á 1,1 milljarða dollara í formi vopna. Ákvörðunin var tekin í ljósi atkvæðagreiðslna í fjórum hernumdum héruðum í Úkraínu um hvort þau eigi að sækja um að verða hluti af Rússlandi. Fáum dylst að ekkert er að marka þessar atkvæðagreiðslur sem leppstjórnir Rússa sáu um framkvæmdina á.

Þess er vænst að héruðun fjögur verði innlimuð í Rússland í dag. Bandaríkjastjórn segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Rússland ef það verður gert.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að nú verði 18 HIMARS-flugskeytakerfi send til Úkraínu en þau hafa reynst úkraínska hernum vel og veitt honum ákveðna yfirburði á vígvellinum. Þau geta skotið flugskeytum allt að 85 km og eru mjög nákvæm.

Með þeim hafa Úkraínumenn getað ráðist á birgðaflutningaleiðir Rússa, birgðageymslur og skotfærageymslur langt að baki víglínunni. Af þessum sökum eiga Rússar í erfiðleikum með að byggja upp öflugan her nærri víglínunni.

Auk HIMARS senda Bandaríkin fjölda brynvarinna ökutækja, sem er hægt að nota til að flytja þungavopn, til Úkraínu auk 150 Humvee bíla sem er hægt að nota við aðgerðir þar sem þarf mikinn hreyfanleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg