Báðir voru kærðir fyrir brot á vopnalögum og fyrir að beita hvorn annan ofbeldi eða hafa í hótunum um ofbeldi. Báðir voru látnir lausir að skýrslutöku lokinni. Hald var lagt á loftriffilinn og rafbyssuna.
Tilkynnt var um innbrot og skemmdarverk í vesturhluta höfuðborgarinnar. Lögreglan veit hverjir voru að verki.
Tilkynnt var um þjófnað á rafhlaupahjóli.
Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum.