fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hryðjuverkamálið: Sá sem var handtekinn við Holtasmára var tekinn höndum viku fyrr en sleppt úr haldi

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 23. september 2022 13:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi lögreglu grunaður um skipulagningu hryðjuverka var, samkvæmt heimildum DV,  handtekinn í síðustu viku, sleppt um helgina og svo handtekinn aftur í aðgerð í Holtasmára  í Kópavogi á miðvikudaginn.

Umræddur maður, fæddur árið 1996, er búsettur í Rimahverfi í Grafarvogi og var, eins og áður segir, handtekinn á heimili sínu í aðgerð sérsveitarinnar í síðustu viku. Hann var í haldi lögreglu í tæpa viku en þá sleppt úr haldi. Rúmum sólarhring síðar var hann svo aftur handtekinn í Hlíðarsmára í aðgerð sem vakti talsverðan ugg meðal vegfarenda.

Í samtali við Fréttablaðið í vikunni sagði sjónarvottur að manninum hafi verið þrykkt harkalega inn í lögreglubíl eftir að sérsveit náði að króa hann af. Mikill viðbúnaður lögreglu og sérsveitar hafi ekki farið framhjá neinum.

Fundi íhluti í byssur og breyttan rifil

„Það var hálfgert uppnám og satt að segja var erfitt að horfa á þetta. Það er svo skrítið að sjá vopnaða sérsveitarmenn,“ sagði sjónarvottur í samtali við Fréttablaðið en viðkomandi horfði á aðgerðina út um gluggann á fyrirtæki sínu í Hjartaverndarhúsinu.

Hinn handtekni hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald og þá vekur athygli að reikningum hans á samfélagsmiðlum hefur verið lokað eða eytt.

DV hefur heimildir fyrir því að á heimili mannsins í Grafarvogi hafi lögregla lagt hald á íhluti í þrívíddaprentaðar byssur, prentara, breyttan rifil sem og önnur skotvopn. Skotvopnin hafi verið skráð á föður mannsins og hafi þeim þegar verið skilað tilbaka.

Ekki liggur fyrir hvað gerðist frá því að manninum var sleppt úr haldi lögreglu og þar til að þörf var talinn á því að handtaka hann aftur rúmum sólarhring síðar.

Sagðir hafa rætt fjöldamorð á árshátíð lögreglumanna

Eins og komið hefur fram voru fjórir aðilar handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á miðvikudaginn, umræddur maður við Holtasmára og þrír aðrir. Holtasmára-maðurinn hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald en hinn maðurinn í tveggja vikna gæsluvarðhald. Hinum tveimur var sleppt eftir yfirheyrslu.

RÚV greindi frá því í hádeginu að tveir mannanna, þar á meðal sá sem handtekinn var í Holtasmára, hafi rætt sín á milli um að fremja fjöldamorð á árshátíð lögreglumanna.

Þá hafði Morgunblaðið greint frá því fyrr í morgun að Anders Breivik hefði verið einn af fyrirmyndum mannsins. Herma heimildir DV að meðal annars hafi stefnuyfirlýsing norska fjöldamorðingjans fundist í tölvu viðkomandi auk annarra gagna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd