fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Kona á fertugsaldri og 16 ára sonur hennar handtekin á Seyðisfirði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. september 2022 16:29

Seyðisfjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liðlega tvö kíló af amfetamíni og kókaíni fundust falin í ferðatöskum mæðgina er komu til Seyðisfjarðar með Norrænu að morgni þriðjudagsins 13. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Samkvæmt lögreglunni er móðirin á fertugsaldri og sonur hennar á sextánda aldursári. Bæði móðirinn og sonur hennar voru úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 23. september. Sökum ungs aldurs er sonurinn vistaður á stofnun sem ætluð er fyrir ungmenni á meðan gæsluvarðhald varir, hann gistir því ekki í fangageymslu eins og móðir sín.

Rannsókn málsins, sem unnið var í samstarfi lögreglu og tollgæslu, miðar vel. Vegna rannsóknarhagsmuna getur lögregla ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás