fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Séra Gunnar uppvís að kynferðislegri áreitni og er hættur störfum – „Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu“

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 14. september 2022 14:32

Séra Gunnar Sigurjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstaða teymis þjóðkirkjunnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall í Kópavogi, hafi í tíu tilvikum orðið uppvís að háttsemi sem er ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans sem sóknarprests.

Hann hefur látið af störfum við prestakallið og áformað er að veita honum skriflega áminningu.

Séra Gunnar var sendur í leyfi vegna ásakana um kynferðislegra áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti

Þetta kemur fram í tilkynningu frá þjóðkirkjunni en séra Gunnar er þar þó ekki nafngreindur.

Í tilkynningunni segir að í tveimur tilvikum metur teymið háttsemi sóknarprestsins svo að sóknarpresturinn hafi orðið uppvís af orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum metur teymið að sóknarpresturinn hafi orðið uppvís af orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum.

Órói innan prestastéttarinnar vegna ummæla formanns Prestafélagsins – Sagði séra Gunnar vera þolanda

„Þjóðkirkjan mun tryggja að það góða starf sem byggt hefur verið upp í prestakallinu verði áfram við lýði og þeim sem það sækja til blessunar.

Þjóðkirkjan harmar þann sársauka sem þolendur hafa upplifað.

Þjóðkirkjan hafnar allri ofbeldismenningu og stendur ávallt með þolendum,“ segir í tilkynningunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“