fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Rússar flúðu með skottið á milli lappanna – Skildu tugi ökutækja eftir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 05:49

Hluti af þeim hergögnum sem Rússar skildu eftir í Kharkiv þegar þeir hörfuðu þaðan 2022. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar úkraínski herinn braust í gegnum varnarlínur Rússa í austurhluta landsins lá rússneskum hermönnum mikið á að flýja, svo mikið að þeir skildu mikið magn vopna og skotfæra eftir. Eða eins og úkraínski herinn sagði í hæðnislegri færslu á Twitter: „Rússneski herinn er orðinn stærsti vopnabirgir okkar“.

Á myndum sem hafa birst frá austurhluta landsins má sjá mikið af hergögnum, meðal annars skriðdreka, brynvarin ökutæki og brynvarðar sjálfstýrðar stórskotaliðsbyssur. Þetta skildu Rússar eftir við borgina Izyum.

Flest bendir til að rússnesku hermennirnir hafi lagt á flótta í miklum flýti og hafi ekki getað skipulagt flóttann segir bandaríska hugveitan Institute for the Study of War.

Washington Post hefur eftir sjónarvottum í bænum Zaliznychne, sem er norðan við Izyum, að Rússarnir hafi flúið í örvæntingu. „Þeir hentu bara rifflunum sínum frá sér,“ sagði Olena Matvienko.

Hún sagði að helmingur rússnesku hermannanna hafi flúið í ökutækjum sínum ekki hafi verið pláss fyrir alla svo helmingurinn hafi verið skilinn eftir.

„Þeir komu inn í húsin okkar til að ná sér í fatnað svo drónarnir gætu ekki séð einkennisfatnaðinn þeirra. Þeir stálu reiðhjólunum okkar. Tveir af þeim beindu byssum að fyrrum eiginmanni mínum þar til hann lét þá fá bíllyklana,“ sagði Matvienko einnig.

Nataliya Humeniuk, talskona úkraínska hersins, sagði í samtali við Kyiv Post að margir rússneskir hermenn vilji gefast upp. Þeir reyna að komast í samband við úkraínskar hersveitir til að semja um uppgjöf og afhendingu vopna í samræmi við alþjóðalög sagði hún.

Í Izyum létu Rússarnir ekki nægja að henda rifflum sínum frá sér, á fyrstu myndunum frá bænum sást að þeir höfðu meðal annars skilið  þrjár sjálfstýrðar stórskotaliðsfallbyssur, níu T-80 skriðdreka, jarðsprengjueyðingarökutæki, dráttarbíl og fjarskiptabíl eftir. Síðan komu fleiri myndir sem sýndu einn skriðdreka til viðbótar og fjögur brynvarin ökutæki.

En þar með er sagan ekki öll sögð því nokkrum klukkustundum síðar birtust fleiri myndir sem sýndu að Úkraínumenn höfðu fundið sextán brynvarin ökutæki, þrjá skriðdreka, fjóra vörubíla, fjórar sjálfstýrðar stórskotaliðsbyssur, eina flugskeytabyssu og einn vörubíl fullan af eldsneyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini

Verður Grænland yfirtekið með valdi? – Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini
Fréttir
Í gær

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins

Guffi bílasali í athyglisverðu viðtali – Hjólar í andstæðinga einkabílsins