fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Yngvi vaknaði um miðja nótt við þjóf og hljóp út á eftir honum – „HEY, HVAÐ ERTU AÐ GERA?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. september 2022 13:40

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heyrðu Stína, var ég búinn að segja þér frá því að bílnum mínum var stolið í sumar?“

Svona hófst innkoma hjá útvarpsmanninum Yngva Eysteinssyni í útvarpsþættinum Ísland vaknar á K100. „Ég lenti í því í júní að bílnum mínum var stolið um miðja nótt,“ segir Yngvi svo. „Hvað meinarðu?“ spyr Kristín Sif, stjórnandi þáttarins þá. „Það sem ég er að segja, bílnum mínum var stolið,“ sagði Yngvi þá við því og hóf söguna af því þegar bílnum hans var stolið.

„Þannig er mál með vexti að ég er bara sofandi og klukkan er svona fjögur um nótt, eitthvað svoleiðis. Ég sef ekkert sérstaklega fast, ég heyri allt sko. Ég er sofandi mjög laust og svo heyri ég bara bíl fara í gang,“ segir Yngvi en hann vaknaði og hugsaði með sér að þetta væri hans bíll. „Ég opna augun og hugsa bara, þetta er bíllinn minn. Ég þekki hljóðið í startaranum, hvernig startarinn snýr, og svo þekki ég hljóðið í vélinni, þegar vélin er köld.“

Yngvi stóð þá upp, hljóp inn í eldhús og horfði út um gluggann. „Þá situr einhver gæji inni í bílnum mínum og það er kveikt á bílnum mínum,“ segir Yngvi og bætir því við að hann hafi verið ber að ofan þegar þetta gerðist allt saman. Hann segir að hann hafi verið „á bumbunni“ að öskra á þjófinn í bílnum. „HEY, HVAÐ ERTU AÐ GERA?“ segist hann hafa öskrað á þjófinn.

„Hann bakkar út úr innkeyrslunni, ég hleyp út og sé hvert hann er að fara, hleyp lengra þannig ég heyri vélarhljóðið og hringi í lögguna. Löggan má eiga það að hún var rosalega fljót á svæðið.“

Yngvi settist svo inn til sín, svekktur yfir því að bílnum hans hafi verið stolið. Hann þurfti þó ekki að vera svekktur lengi því um hálftíma síðar hringdi löggan til að láta hann vita að búið væri að finna bílinn og allt sem í honum var.

Þá útskýrir Yngvi hvernig þjófinnum tókst að stela bílnum en hann hafði gripið bíllyklana í gegnum opinn glugga. Nú segist hann geyma lykilinn „hálfum kílómetra“ frá glugganum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“

Vilhjálmur segir hagsmuni Íslands í húfi – „Nú er ekki tími fyrir pólitískar skotgrafir eða flokkadrátt“
Fréttir
Í gær

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker