fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Svona gengur „Operation London Bridge“ fyrir sig fram að útför Elísabetar II

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. september 2022 07:00

Elísabet II.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar andláts Elísabetar II í gær var „Operation London Bridge“, sem er áætlun um hvernig brugðist er við andláti drottningarinnar og því sem gerist fram að útför hennar, virkjuð.  Allt er skipulagt út í ystu æsar í þessari áætlun sem var lekið til fjölmiðla á síðasta ári. Sumt var þá á almannavitorði en ýmislegt hafði ekki komið fram áður.

Hér er yfirlit yfir það helsta sem gerist næstu daga.

Dagur 1

Í dag sendir hirðin frá sér tilkynningu um hvernig útför drottningarinnar verður háttað en reiknað er með að hún fari fram 19. september. Lis Truss, forsætisráðherra, hittir Karl III, sem tók við embætti þjóðhöfðingja í gær. Karl III ávarpar þjóðina í beinni sjónvarpsútsendingu klukkan 18.

Klukkan 10 hittist sérstakt ráð sem útnefnir Karl III sem konung. Tilkynning um þetta verður lesin upp í St James‘s Palace og þá verður formlega staðfest að Karl III sé konungur.

Dagur 2

Þar sem drottningin lést í Balmoral í Skotlandi verður áætlunin „Operation Unicorn“ virkjuð. Það þýðir að drottningin verður flutt til Lundúna með hinni konunglegu járnbrautarlest. Samkvæmt upphaflegu áætlunin á að flytja lík drottningarinnar til Lundúna á þessum degi en ekki liggur fyrir hvort það verði gert.

Dagur 3

Karl III hefur ferð um Bretland. Fyrst heimsækir hann skoska þingið og sækir guðsþjónustu í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg.

Dagur 4

Karl III fer til Norður-Írlands og undirbúningur útfararinnar fer á fullt. Samkvæmt upphaflegu áætluninni ætti lík Elísabetar að vera komið í Buckinghamhöll þegar hér er komið við sögu og ætti undirbúningur að flutningi þess til Westminster að vera kominn í gang.

Dagur 5

Kista drottningarinnar verður flutt í gegnum Lundúnir eftir fyrir fram ákveðinni leið.

Dagar 6-9

Kista drottningarinnar verður í Westminster Hall sem verður opin almenningi í 23 klukkustundir á sólarhring.

Á degi 7 fer Karl III til Wales og lýkur þar með ferð sinni um Bretland.

Dagur 10

Útför drottningarinnar fer fram frá Westminster Abbey. Tveggja mínútna þögn verður um allt Bretland á hádegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“
Fréttir
Í gær

Ökuferð breyttist í martröð skammt frá Hvalfjarðargöngum

Ökuferð breyttist í martröð skammt frá Hvalfjarðargöngum
Fréttir
Í gær

Kviknaði í fjórhjóli í Garðabæ

Kviknaði í fjórhjóli í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framganga lögreglumanna sögð hafa verið ámælisverð – Húsleit án heimildar og mjög vafasöm valdbeiting

Framganga lögreglumanna sögð hafa verið ámælisverð – Húsleit án heimildar og mjög vafasöm valdbeiting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú