fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Veiðimaður rak stöngina í háspennulínu við Eystri Rangá og brenndist illa

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 6. september 2022 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veiðimaður varð fyrir miklum bruna í morgun eftir að hann rak veiðistöng sína í háspennulínu sem liggur yfir Eystri Rangá til móts við bæinn Minna-Hof.

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir til laust fyrir 10:30 í morgun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hvolsvelli vegna málsins í morgun. Í tilkynningu lögreglu segir að veiðimaðurinn hafi orðið fyrir miklum bruna á fótum og kvið eftir að hafa fengið í gegnum sig háspennu.

„Mjög löng veiðistöng mannsins mun hafa rekist upp í háspennulínu sem liggur yfir Eystri-Rangá móts við bæinn Minna-Hof og þannig leitt spennu niður stöngina og í gegnum manninn. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Frekari upplýsingar um líðan mannsins liggja ekki fyrir. 

Maðurinn sem um ræðir er á sextugsaldri, erlendur ríkisborgari í veiðiferð hér á landi. 

Vettvangsvinnu er enn ólokið en rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“