fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Hamas tók fimm Palestínumenn af lífi á Gasa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. september 2022 05:50

Frá Gasa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamas samtökin, sem ráða lögum og lofum á Gasa, tóku fimm Palestínumenn af lífi í gær. Tveir þeirra eru sagðir hafa verið samverkamenn Ísraela.

„Á sunnudagsmorgun voru tveir teknir af lífi, sem voru dæmdir fyrir að starfa með hersetuliðinu, og þrír til viðbótar sem voru dæmdir fyrir glæpi,“ segir í fréttatilkynningu frá Hamas.

Þremenningarnir, sem voru dæmdir fyrir glæpi, eru sagðir hafa framið morð.

Hinir tveir, annar á fimmtugsaldri og hinn á sextugsaldri, eru sagðir hafa starfað með Ísraelsmönnum. Sá eldri er sagður hafa veitt Ísraelsmönnum upplýsingar um meðlimi Hamas og staðsetningu eldflaugaskotpalla. Þetta á hann að hafa gert 1991. Hinn er sagður hafa veitt ísraelsku leyniþjónustunni upplýsingar sem leiddur til þess að íbúar á Gasa dóu „píslarvættisdauða“ 2001. Mennirnir voru báðir meðlimir palestínskra öryggissveita. Þeir voru skotnir en hinir þrír voru hengdir.

Hamas eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjunum, ESB og Ísrael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Í gær

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Í gær

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð