fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

7 ökumenn kærðir fyrir að taka myndir af slysavettvangi – Innbrotsþjófur handtekinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. september 2022 05:52

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kærði sjö ökumenn í gær fyrir að taka myndir af slysavettvangi. Vill umferðardeild embættisins minna ökumenn á að þetta skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn á vettvangi sem og vegfarendur. Þess utan biðlar lögreglan til ökumanna að sýna nærgætni. Umferðarslys eru oft alvarleg og óviðeigandi að taka myndir af þeim.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Um klukkan hálf tvö í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í fyrirtæki í austurhluta höfuðborgarsvæðisins. Innbrotsþjófurinn fannst skammt frá vettvangi og var hann með þýfið meðferðis.  Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Ökumaður reyndi að stinga lögregluna af á öðrum tímanum í nótt eftir að hraði bifreiðarinnar, sem hann ók, mældist 135 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Lögreglan náði að stöðva akstur hans eftir stutta eftirför og var ökumaðurinn handtekinn. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og vörslu ávana- og fíkniefna.

Eldur kom upp í bifreið á austurhluta varðsvæðisins í nótt. Slökkvistarf gekk greiðlega. Ekki er vitað um eldsupptök.

Í Miðborginni var maður handtekinn á fjórða tímanum í nótt því hann lét öllum illum látum við húsnæði og sparkaði í hurðir og glugga. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á fjórða tímanum var tilkynnt um mann með eggvopn utan við hús í austurborginni. Lögreglan fór strax á vettvang en maðurinn fannst ekki þrátt fyrir leit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni

Morðið á Charlie Kirk: Skotvopnið fundið og leitað að ungum byssumanni