fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Sjaldgæf tegund af könguló fannst í Reykjadal

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. september 2022 09:21

Skartkönguló Mynd/Erling Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjaldgæf köngulóartegund hér á landi, svokölluð Skartkönguló, fannst á dögunum á Laugum í Reykjadal á stafla af vörubrettum við húsvegg. Frá þessu greinir skordýrafræðingurinn Erling ÓIafsson í færslu á Facebook-síðunni vinsælu Heimur smádýranna. Erling segist hafa glaðvaknað þegar hann fékk tíðindin af fundinum enda hafi hann aldrei séð slíka könguló lifandi hér á landi. Þetta er aðeins í fimmta sinn sem skartkönguló finnst hérlendis. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands kemur fram að slík könguló hafi tvisvar fundist hérlendis á  fyrri hluta 19. aldar, í Þrastaskógi og á Hallormsstað. Árið 2002 fannst hún aftur austur á Héraði og síðan í skógræktinni að Mógilsá í Kollafirði 2007.

„Ég fæ oft fyrirspurnir um smádýr sem vakið hafa athygli fólks og tendrað fróðleiksfýsn. Oftast er um að ræða alvanaleg kvikindi frá mínum sjónarhóli séð en stundum er áhugi minn vakinn. Síðla kvölds fyrir nokkru bárust mér skilaboð norðan úr Reykjadal með mynd af könguló sem hratt frá mér syfjunni. Varð mér fljótt ljóst að þar var á ferð fágæt tegund sem ég hafði aldrei séð lifandi og fundist hér á landi einungis fjórum sinnum, þar af tvisvar á fyrrihluta síðustu aldar. Tegundin er náskyld krossköngulónni glæsilegu (Araneus diadematus) sem margir njóta á húsveggjum sínum þegar þær hafa spunnið þar stóran hjóllaga vef til veiða. Skartkönguló (Araneus marmoreus) heitir þessi áhugaverða. Mig vantaði tegundina tilfinnanlega til myndatöku svo ég falaðist eftir henni. Ekki stóð á góðum viðbrögðum fyrir norðan. Köngulóin lagði af stað í langferð, akandi til Akureyrar og fljúgandi áfram suður. Þar barst mér hún heilu og höldnu og sat vel fyrir við myndatöku,“ skrifar Erling í færsluna og þakkar Kristni Inga Péturssyni á Laugum fyrir aðstoðina.

Nánar er hægt að kynna sér lífshætti Skartköngulóar á vef NÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Í gær

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Í gær

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“