fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Ætlaður virðisaukaskattsvikari ákærður – Meint svik sögð nema 20 milljónum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. ágúst 2022 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa rétt lögboðið bókhald fyrir einkahlutafélag í hans eigu árin 2017 og 2018 og fyrir að hafa skilað inn röngum virðisaukaskattsskýrslum fyrir þau sömu ár.

Samkvæmt ákæru sem DV hefur undir höndum mun maðurinn hafa vantalið útskatt á tímabilinu um samtals 10.6 milljónir rúmar og oftakið innskatt um tæpar níu milljónir. Samtals nema því ætluð svik hans um 19.5 milljónum króna.

Héraðssaksóknari sækir málið en ákæra hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. september næstkomandi.

Verði maðurinn fundinn sekur má hann gera ráð fyrir að verða gert að greiða sekt sem nemur margfaldri fjárhæð hinna meintu svika og fangelsisvist. Auk þess að gera kröfu um að manninum verði gert að sæta refsingu, krefst saksóknari að maðurinn greiði allan sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu