fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Sagður hafa ljósmyndað rass og kynfæri sambýliskonu sinnar í laumi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. ágúst 2022 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir að hafa á heimili sínu og þáverandi sambýliskonu sinnar ljósmyndað rass og kynfæri hennar eftir að hafa dregið nærbuxur hennar frá. Mun þetta hafa verið gert meðan hún svaf og þannig bersýnilega án hennar samþykkis. Að mati saksóknara varðar þetta við 1. mgr. 199. gr. almennra hegningarlaga. Þar segir: „Hver sem útbýr, aflar sér eða öðrum, dreifir eða birtir myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“

Saksóknari gerir þær kröfur í málinu að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá gerir fyrrum sambýliskona mannsins einkaréttarkröfu um að hann greiði henni þrjár milljónir í miskabætur.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni og fer nú sína leið í dómskerfinu. Ekki liggur fyrir hvort ákærði hafi tekið afstöðu til ákærunnar við þingfestingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES