fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Zelenskyy ávarpaði þjóð sína í nótt – „Fáninn okkar er orðinn alþjóðlegt tákn hugrekkis“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2022 07:08

Volodymyr Zelenskyy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sendi að vanda frá sér ávarp til úkraínsku þjóðarinnar í nótt. Ávarpaði var með aðeins öðru sniði en venjulega því í dag er þjóðhátíðardagur Úkraínu, sjálfstæðisdagurinn,  og einnig eru nákvæmlega sex mánuðir síðan Rússar réðust inn í landið.

Zelenskyy eyddi miklum tíma í að fara yfir gang stríðsins í ávarpi næturinnar. „Fáninn okkar er orðinn alþjóðlegt tákn hugrekkis. Tákn allra sem vilja lifa frjálsir. Þar sem er blátt og gult, þar er ekki og þar verður ekki harðstjórn. Fáninn okkar er alls staðar – allt frá víglínunni til höfuðborga í öllum heimsálfum og hann táknar alls staðar það sama: mennsku.“

Hann þakkaði síðan öllum þeim sem hafa hjálpað Úkraínu og stutt síðan Rússar réðust inn í landið: „Ég er þakklátur öllum þeim sem hafa valið þá leið þar sem maður berst fyrir því sem gerir lífið ósvikið: frelsi og sjálfstæði.“

Hann varaði landa sína einnig við og sagði að þar sem dagurinn sé þeim svo mikilvægur þá sé hann einnig mikilvægur fyrir Rússland og því muni Rússar mjög líklega gerar harðar árásir á Úkraínu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast