fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fjölskylda á Siglufirði í áfalli eftir að fjölskylduhundurinn var aflífaður í skyndi – „Við erum hvorki búin að sofa né borða síðan þetta gerðist“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 16:45

Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn fimmtudag beit hundurinn Kasper mann fyrir utan Olís á Siglufirði. Kasper var í eigu Díönu Mirela og fjölskyldu hennar en Díana segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem Kasper gerir mistök sem þessi á öllum þeim 9 árum sem hann lifði. Mistökin áttu þó eftir að kosta Kasper líf hans en hann var aflífaður sólarhring síðar, án þess að hafa fegið að kveðja fjölskylduna sína.

Díana gagnrýnir það harðlega að Kasper hafi verið aflífaður svona skömmu eftir slysið og veltir því fyrir sér hvort farið hafi verið eftir réttum verkferlum. „Hann beit hann á fimmtudaginn og á föstudaginn var hann bara tekinn. Það var bara hringt í pabba minn og sagt við hann að Kasper yrði sóttur um kvöldið. Svo var hann bara sóttur, það var ekkert mikið talað við okkur og lögreglan hringdi svo þegar hann var kominn til Akureyrar og sagði að það yrði að lóga honum vegna plássleysis á Akureyri,“ segir Díana í samtali við DV.

Kasper fer venjulega á dýraspítala á Akureyri en Díana segir að dýralæknirinn sem hann fer venjulega til hafi ekki tekið á móti honum. „Dýralæknirinn sem þekkir hann var ekki á vakt, hún veit að hann er góður hundur, hann hefur farið í aðgerðir og allt hjá henni. Það var ein önnur sem var á vakt og hún taldi bara að hann væri hættulegur hundur, ég veit ekki hvort hún hafi hitt hann eða neitt svoleiðis, þetta eru upplýsingar sem ég fékk frá lögreglunni,“ segir hún í samtali við blaðamann.

Þá segir Díana að lögreglan hafi í raun sagt við dýralækninn að það þyrfti að lóga Kasper. „Löggan sagði henni bara að lóga honum því það var ekkert pláss til þess að geyma hann. Það var bara gert eiginlega um leið og hann var kominn.“

Díana Mirela – Mynd/Aðsend

Fjölskyldan í áfalli

Eins og áður segir var þetta í fyrsta skiptið sem Kasper bítur einhvern. „Hann hefur aldrei bitið neinn áður eða neitt svoleiðis, hann var mjög góður hundur,“ segir Díana og bætir við að fjölskyldan sé öll í áfalli eftir atburðarásina. „Við erum í áfalli satt að segja, þetta var eins og að missa bróður. Mömmu líður eins og hún hafi misst barnið sitt. Við erum hvorki búin að sofa né borða síðan þetta gerðist. Við erum ekki með nein svör eða neitt, þetta gerðist bara á núll einni.“

Díana segir að nú ætli fjölskyldan að reyna að fá svör við því hvers vegna þetta allt saman gerðist svona hratt. „Við ætlum að minnsta kosti að tala við lögregluna, þau áttu náttúrulega að gera einhverja skýrslu og svoleiðis. Við erum alveg viss um að þau hafi ekki gert neina skýrslu, næst í stöðunni er bara að biðja þau um að sanna að þau hafi gert þetta rétt. Ég veit síðan ekki hvort við getum gert eitthvað meira en það,“ segir hún.

Þá segir Díana að hún hafi ekki heyrt af svipuðum sögum frá höfuðborgarsvæðinu.„Ég veit að fyrir sunnan er þessu aldrei forgangsraðað svona. Ég hef heyrt af mörgum hundum sem hafa bitið og að það hafi aldrei neitt verið gert í því, jafnvel þó þeir hafi bitið nokkrum sinnum. En af því þetta er á Siglufirði, í svona litlum bæ, þá hugsa ég að löggan hafi ekki haft neitt betra að gera, þetta hafi bara verið eitthvað „action“ fyrir hana. Þetta var líka á föstudagskvöldi, það er eins og allir hafi verið að drífa sig í helgarfrí og ákveðið að klára þetta bara af,“ segir hún.

Að lokum ítrekar Díana að allri fjölskyldunni þykir mjög leitt að Kasper hafi bitið manninn. „Þetta átti aldrei að gerast og við erum ekki að verja hundinn okkar endilega, þetta fór bara allt úrskeiðis. Okkur þykir þetta leitt og ég vil ekki að það komi út eins og ég sé bara að hugsa um hundinn því það er maður sem varð fyrir þessu,“ segir Díana en hún er miklu frekar að gagnrýna verkferlana og að þetta hafi allt gerst svona hratt.

Hundurinn Kasper – Mynd/Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur