fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Íbúar Blönduóss slegnir vegna skotárásarinnar – „Ég trúði ekki að svona nokkuð gæti gerst hérna“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 11:00

Blönduós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar á Blönduósi eru að reyna að ná áttum eftir að hafa vaknað upp við þau hræðilegu tíðindi að skotárás hafi átt sér stað í bænum og afleiðingarnar væru þær að tveir væru látnir og einn særður. Um Íslendinga var að ræða sem búsettir eru á Blönduósi en fram hefur komið að árásarmaðurinn er meðal hinna látnu en tengsl voru milli fólksins.

Sjá einnig: Tveir látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi í nótt

Íbúi í nærliggjandi húsi segir í samtali við DV að bæjarbúar séu að reyna að ná áttum eftir þessi hræðilegu tíðindi. Árásin er sögð hafa átt sér stað milli klukkan fimm og sex í morgun en þrátt fyrir að búa skammt frá segir viðmælandinn að hann hafi orðið einskis var. „Ég varð ekki var við neitt í nótt og veit ekki til þess að nokkur hérna í nærliggjandi húsum hafi orðið var við skothljóð eða neitt því líkt. Maður heyrir bara af þessu þegar maður vaknar,“ segir maðurinn. Tíðindin hafi farið sem eldur um sinu um bæinn og íbúar séu hálfringlaðir. „Ég trúði ekki að svona nokkuð gæti gerst hérna,“ segir viðkomandi.

Upp­lýs­ing­ar um líðan þess særða liggja ekki fyr­ir en hann var flutt­ur með sjúkra­flugi til Reykja­vík­ur. Þá voru einn eða fleiri handteknir á vettvangi en lögreglan veitir ekki neinar frekari upplýsingar um málið. Von er á tilkynningu síðar í dag.

Lögreglan á Norðurlandi eystra var kölluð til en lögum samkvæmt sér hún um rannsókn morðmála í umdæminu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns