fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Siggi Hlö hættir með útvarpsþáttinn vinsæla – „Ég er því sáttur að hætta á toppnum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 09:41

Siggi Hlö

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasti þátturinn af útvarpsþættinum vinsæla Veistu hver ég var? fer í loftið um helgina á Bylgjunni. Umsjónarmaður þáttarins, Sigurður Hlöðversson eða Siggi Hlö, greinir frá því í tilkynningu á Facebook-síðu sinni að hann ætli að hætta með þáttinn eftir rúm 14 ár í loftinu. Hann segir að sú ákvörðun hafi ekki verið auveld enda hafi samfylgdin við hlustendur verið frábær.

„Svo frábær að nánast frá upphafi hefur þessi þáttur verið einn sá allra vinsælasti samkvæmt hlustendakönnunum og er enn meðal allra vinsælasta efnis sem boðið er uppá í útvarpi á Íslandi í dag. Ég er því sáttur að hætta á toppnum. Ég hef verið í fjölmiðlum frá árinu 1986 og þekkjandi sjálfan mig er erfitt að hætta alveg í fjölmiðlum en ég tek gott frí frá þeim núna og svo veit enginn hvað framtíðin færir okkur. Ekki veit ég hvað tekur við á Bylgjunni á þessum tíma en ég treysti yfirmönnum Bylgjunnar að velja vel það sem tekur við og ég treysti hlustendum að gefa því tækifæri að vaxa og dafna eins og þið hafið tekið mér öll þessi ár. Það er með miklum söknuði sem ég kveð mína hlustendur og auðmjúkur segi ég – Takk!,“ skrifar Siggi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Í gær

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Í gær

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af