fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

65 ára túristi reyndist harðsvíraður smyglari – Gripinn í Leifsstöð með kíló af niðursuðudósakóki

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 10:02

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra gegn 65 ára gömlum ítölskum karlmanni var á dögunum þingfest í Héraðsdómi Reykjaness, en honum er gert stórfellt fíkniefnalagabrot að sök með því að hafa flutt til landsins tæpt kíló af kókaíni falið í niðursuðudósum. Mun maðurinn hafa komið kókaíninu fyrir þar og í ferðatöskum sem hann hafði meðferðis í flugi FI-555 frá Brussel í Belgíu til Íslands í apríl á þessu ári.

Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald og dvelur hann nú í fangelsinu á Hólmsheiði.

Sem fyrr segir hefur málið þegar verið þingfest í héraðsdómi og fer nú sína hefðbundnu leið þar. Verði maðurinn fundinn sekur má hann búast við óskilorðsbundnum fangelsisdómi til viðbótar við tímann sem hann hefur þegar dvalið í gæsluvarðhaldi.

Saksóknarar krefjast þess að manninum verði gert að sæta refsingu og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn

Hafði betur eftir að hafa dælt röngu eldsneyti á bílinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Faðir Oscars ákærður

Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Í gær

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Í gær

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“

Egill um Sigmund Davíð: „Hvernig er hægt að halda fram svona vitleysu?“