fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Framkvæmdastjóri N1 útskýrir af hverju eldsneytisverð hefur ekki lækkað í takt við heimsmarkaðsverð – Mun lægra verð í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. ágúst 2022 06:58

Sviðsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er heimsmarkaðsverð á olíu svipað og það var fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Eflaust hafa margir tekið eftir að þrátt fyrir þetta hefur eldsneytisverð hér á landi ekki lækkað í takt við þetta og er mun hærra en víða í Evrópu.

Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, sagði í samtali við Morgunblaðið að staðan sé tekin daglega og verðlagningin metin, stundum oftar ef miklar sveiflur séu á markaðnum. „En það sem gerðist í þessum gríðarlegu hækkunum, sem urðu þegar átökin í Úkraínu brutust út, að þá hækkaði verð á olíu gríðarlega hratt. Það sem gerðist í framhaldinu hérna heima, alla vega hjá okkur, er að við stigum á bremsuna eins og við gátum og settum ekki allar okkar hækkanir út í verðlagið,“ sagði hann og bætti við að hækka hefði þurft verðið meira en halda hefði átt í framlegðarkröfu fyrirtækisins. „Þar af leiðandi má segja að lækkunin til baka hafi tekið lengri tíma, því við erum enn að keyra á lægri framlegð heldur en okkar áætlanir gera ráð fyrir,“ sagði hann.

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu kostaði lítrinn af bensíni hér á landi 280-290 krónur en kostar nú rúmlega 330 krónur. Hinrik sagði að margt skýri þennan muni, hátt gengi dollars, hærri fjármagnskostnaður og annar kostnaður eigi meðal annars hlut að máli. Einnig sé heimsmarkaðsverð á olíu um 10% hærra en það var í byrjun febrúar.

Þegar sá er þetta skrifar tók 95 oktan bensín á bíl sinn í Danmörku um miðjan febrúar, nokkrum dögum fyrir innrás Rússa í Úkraínu kostaði lítrinn 252 íslenskar krónur. Skömmu eftir innrásina greiddi greinarhöfundur 301 krónu fyrir lítrann í Danmörku og nokkru síðar 340 krónur. Síðan þá hefur verðið mjakast niður á við og var í gær komið í 285 krónur.

Samkvæmt því sem kemur fram á vefsíðunni fuel-prices.eu þá er meðalverð á 96 oktan bensíni í Danmörku síðustu 30 daga 290 krónur. Í Svíþjóð 331 króna. Í Þýskalandi 256 krónur og í Finnlandi 307 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“