fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Þriðja bílaapótekið

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyfjaval opnar nýtt apótek við Orkuna í Suðurfelli 4 í Reykjavík föstudaginn 12. ágúst kl. 9. Þetta er þriðja bílaapótek Lyfjavals og er þetta með tveimur bílalúgum. Að auki er hægt er að fá afgreiðslu inni apótekinu.

Boðið verður upp á hefðbundið úrval af lyfseðilsskyldum lyfjum og allt það helsta af lausasölulyfjum. Að auki er úrval vítamína, bætiefna, hjúkrunarvara og annarrar apóteksvöru.

Svanur Valgeirsson, framkvæmdastjóri Lyfjavals, segist ánægður með að Lyfjaval sé nú að fjölga apótekum sem bjóði afgreiðslu í gegnum bílalúgur. Það hafi sýnt sig að viðskiptavinirnir kunni vel að meta að þurfa ekki að fara út úr bílnum.

,,Fólki finnst þetta afskaplega þægilegt og við finnum að viðskiptavinir okkar kunna vel að meta að í lúgunum er meira næði en stundum inni í apótekunum. Við hlökkum til að opna á þessum nýja stað og vonumst til að geta þjónað þeim stóra hópi sem fer um þetta svæði á hverjum degi,“ segir Svanur Valgeirsson.

Opið er í Suðurfelli frá 9 til 18 virka daga og mun starfsfólk Lyfjavals kappkosta að bjóða hraða og góða þjónustu og lofar ljúfu og góðu viðmóti. Lyfsöluleyfishafi er Margrét Rósa Kristjánsdóttir. Apótek Lyfjavals eru nú sjö talsins, þrjú bílaapótek, í Hæðasmára, við Vesturlandsveg og í Suðurfelli og svo eru apótek í Mjódd, Glæsibæ, Urðarhvarfi og í Reykjanesbæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna