fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Rússneska sendiráðið segist ekki bera ábyrgð á netárás á vef Fréttablaðsins í morgun – „Mér finnst þetta ekki hörð viðbrögð í málinu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 10:53

Mikhail V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netárás var gerð á vef Fréttablaðsins í morgun og hefur hýsingaraðili síðunnar virkajð sérstakar öryggisreglur vegna árásarinnar sem á að tryggja öryggi síðunnar. Umferð á eldvegginn hjá Fréttablaðinu tólfaldaðist miðað við venjulega umferð milli klukkan 8 og 9 í morgun. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en í henni kemur fram að Ivan Gliskin, upplýsingafulltrúi Rússneska sendiráðsins á Íslandi, vísi því alfarið á bug að vita nokkuð um netárásina. Hann sagði að hver sem er gæti hafa staðið að tölvuárásinni en sendiráðið hefði ekkert haft með hana að gera. „Mér finnst þetta ekki hörð viðbrögð í málinu,“ sagði Gliskin spurður um tölvuárás á frjálsan fjölmiðl á Íslandi.

Eins og fram kom í frétt DV í morgun hafa forsvarsmenn Fréttablaðsins kært hótanir um að netárásir til lögreglu. Í hótuninni sem barst miðlinum kemur fram að verði ekki beðist afsökunar á myndbirtingu af rússneska fánanum sem gólfmottu á síðum blaðsins í gær verði gerð allsherjarnetárás á vef Fréttablaðsins kl.21 í kvöld.

Sjá einnig: Fréttablaðið kærir hótanir rússneskra hakkara til lögreglu – Þetta er atlaga að fjölmiðlafrelsi

Þá barst einnig formlegt bréf til ristjórnar Fréttablaðsins í morgun þar sem þess var krafist að

Rússneska sendiráðið sendi einnig bréfpóst á Fréttablaðið sem barst í morgun en þar er blaðið aftur krafið um afsökunarbeiðni. Í bréfinu ítrekar sendiráðið skoðun sína að um að myndbirting brjóti á almennum hegningarlögum. Í niðurlagi bréfsins segir að sendiráðið búist við því að fá afsökunarbeiðni frá blaðinu fyrir að hafa móðgað þjóðfána Rússlands.

Bréfið sem barst ritstjórn Fréttablaðsins og er stílað á ritstjóra blaðsins
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jökull Andrésson í FH
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum