fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Fréttablaðið kærir hótanir hakkara til lögreglu – „Þetta er atlaga að fjölmiðlafrelsi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 09:59

Myndin er samsett/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir tölvuhakkarar hafa hótað forsvarsmönnum Fréttablaðsins að tölvuárásir verði gerðar á vefsíðu miðilsins ef að ritstjóri þess, Sigmundur Ernir Rúnarsson, biðst ekki afsökunar á mynd af rússneska fánanum sem þeir telja móðgandi. Myndin birtist í viðtal við  rithöfundinn  Val Gunnarsson um ástandið í Úkraínu, þar sem hann hefur dvalið um skeið. Með umfjölluninni var birt mynd þar sem sjá má einstakling traðka á rússneska fánanum.

Myndin umdeilda

Rússneska sendiráðið á Íslandi brást við myndbirtingunni með því að birta yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem birtingin var sögð móðgun við rússneska sambandsríkið, brot á siðareglum blaðamanna og jafnvel brot á íslenskum hegningalögum. Þá var þess krafist að ritstjórn Fréttablaðsins myndi biðjast afsökunar á myndbirtingunni. Viðbrögð ritstjóra Fréttablaðsins, Sigmundar Ernis Rúnarssonar, voru þau að vísa því alfarið á bug.

„Það er ekkert heilagt í stríði þar sem börn, mæður, gamalmenni eru drepin og heilu samfélögin lögð í rúst. Þar er fáni nánast aukaatriði enda er víða traðkað á fánum um allan heim í mótmælaskyni,“ segir Sigmundur. „Ég held að Rússar ættu fyrst og fremst að hugsa um það að koma almennilega fram við aðrar þjóðir í kringum sig heldur enn að vera að væla út af mynd í Fréttablaðinu,“ sagði Sigmundur Ernir í samtali við Vísi í gær.

Fréttablaðið greindi frá því fyrir stundu að ritstjórn blaðsins hafi borist  hótunar­póstur þar sem kemur fram að ef rit­stjórn blaðsins biðjist ekki af­sökunar á mynd­birtingu af rúss­neska fánanum fyrir mið­nætti á Moskvu­tíma, sem er klukkan níu í kvöld, verði vefur blaðsins fyrir tölvu­á­rás. Vefur miðilsins lá um tíma niðri í morgun en óvíst er hvort að það tengist umræddri hótun sem verður kærð til lögreglu.

„Við lítum þessa hótun alvarlegum augum og munum því kæra hana til lögreglu. Þetta er atlaga að fjölmiðlafrelsi í landinu og og við þetta verður ekki unað,“ segir Sigmundur Ernir.

 

DV er í eigu Torg ehf. sem á og rekur einnig Fréttablaðið og sjónvarpsstöðina Hringbraut. Sigmundur Ernir Rúnarsson er aðalritstjóri allra miðla félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía
Fréttir
Í gær

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur til OK

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“