fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Brotist inn í lúxusvöruverslunina Attikk í morgun – MYNDIR

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn í lúxusvöruverslunina Attikk við Laugaveg 90 í morgun, kl. 6:19. Voru töluverð skemmdarverk eftir innbrotið og einhverju stolið. Starfsmenn Attikk eru að meta tjónið.

Meðfylgjandi eru myndir frá vettvangi.

DV ræddi stuttlega við Ýr Guðjohnsen, framkvæmdastjóra Attikk og fékk þær upplýsingar að einn aðili hafi þegar verið handtekinn vegna innbrotsins. Ekki er ljóst hvort fleiri voru að verki. Að sögn Ýrar er augljósasta tjónið útihurð verslunarinnar sem þarf að skipta um. Attikk birti eftirfarandi fréttatilkynningu vegna málsins:

„Klukkan 06:19 í morgun, fimmtudaginn 11. ágúst, var brotist inn í verslun Attikk að Laugavegi 90. Þjófarnir brutu sér leið í gegnum aðalhurð verslunarinnar og fór þjófavarnarkerfi í gang samtímis. Auk þess sem allt atvikið náðist á upptöku með hágæða öryggismyndavélakerfi sem Attikk nýtir. Á myndbandinu sjást tveir einstaklingar brjóta sér leið inn, valda gríðarlegum skemmdum á læstum skápum í versluninni og taka með sér eitthvað af verðmætum.

Starfsmenn Attikk eru sem stendur að meta tjónið og fara yfir hvaða vörum var stolið og/eða urðu fyrir skemmdum í innbrotinu. Þetta gæti orsakað skertan opnunartíma í versluninni í dag. Attikk selur lúxus merkjavörur frá merkjum eins og Louis Vuitton, Chanel, Gucci, Prada og mörgum fleirum fyrir hönd þriðja aðila.

Við biðjum alla eigendur vara hjá Attikk að sýna biðlund á meðan starfsfólk metur tjónið. Allar vörur hjá Attikk eru tryggðar fyrir innbroti að þessu tagi og munu eigendur viðkomandi vara fá tjónið bætt. Eigendur þeirra vara sem var rænt eða urðu fyrir tjóni munu fá skilaboð frá Attikk þess efnis á næstu dögum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast