fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Staðsetning eldgossins virðist hagstæð – „Þetta er á mjög góðum stað til þess að gera“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 15:11

Skjáskot - Vefmyndavél mbl.is t.v. og vefmyndavél RÚV t.h.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðsetning eldgossins sem hafið er í Merardölum á Reykjanesi virðist hagstæð. „Þetta er eiginlega nyrst í hrauninu sem kom upp í Geldingadölum í fyrra, þarna vestast í Merardölum og þarna var hraun búið að renna áður og það virðist bara opnast þarna rauf í því hrauni,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í viðtali við DV.

Einar segir of snemmt að svara því hvort þetta verði kraftmikið eða kraftlítið gos. „Það byrjar rólega og svo þurfum við að sjá hvernig það þróast.“

„Þetta er á mjög góðum stað til þess að gera, við erum að fylgjast með hvernig sprungan þróast, hvort hún geti mögulega opnast norðar. Við þurfum að sjá hvað hún verður stór þessi sprunga, það er erfitt að átta sig á því á vefmyndavélunum eins og er.“

Einar segir ekkert benda til þess að hraun úr þessu gosi gæti runnið yfir Reykjanesbraut. „Ekkert bendir til þess eins og er. Við getum samt ekki útilokað það strax. En ef rennslið heldur áfram eins og það er þá bendir ekkert til að það nálgist Reykjanesbraut að minnsta kosti í bráð,“ segir Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“