fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Kennarinn blokkaði Gunnar eftir að hann steig fram og sagði frá eineltinu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 31. júlí 2022 19:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Gunnar Ingi Ingvarsson 19 ára fyrrum nemandi í Víðistaðaskóla steig fram um miðjan mánuð og opnaði sig um einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla og hvernig kennari, sem hann taldi sig geta treyst, smánaði hann fyrir allan bekkinn.

Gunnar Ingi opnaði sig um þetta á TikTok og veitti DV í kjölfarið viðtal þar sem hann tjáði sig nánar um málið.

Sjá einnig: Gunnar var smánaður af kennara í Víðistaðaskóla – Spurði hann um þyngd og skrifaði „Gunnar Fat boy!“ á töfluna

Töldu málinu lokið

Hann lýsir atvikinu með kennaranum sem svo að kennarinn hafi fitusmánað hann fyrir framan aðrar nemendur með því að hafa fyrst beðið Gunnar um að segja upphátt hver líkamsþyngd hans var og síðan með því að skrifa þyngdina, nafn Gunnars og svo athugasemdina „Fat Boy“ upp á töfluna í kennslustofunni, á meðan önnur börn tóku upp síma sína og tóku myndband af atvikinu.

Gunnar segir að þetta atvik hafi fylgt honum lengi og furðar hann sig á því að það hafi ekki haft neinar afleiðingar fyrir kennarann. Hann hafi reynt að leita til skólastjórnenda strax eftir atvikið en hafi fyrir vikið fengið hraðsoðna afsökunarbeiðni frá kennaranum sem sagðist aðeins hafa talið að þeir væru að grínast hvor í öðrum, eitthvað Gunnar botnaði ekkert í enda hafði hann bara setið þarna og verið smánaður.

Gunnar fór einnig í viðtal við mbl.is en þar var rætt við skólastjóra Víðistaðaskóla, Hrönn Bergþórsdóttur, og hún greindi þar frá að hún hafi svo talið að málið væri leyst. Skólastjórnendur hefðu brugðist við og beðist hafi verið afsökunar. Um einangrað tilvik væri að æða en ekki hafi áður borist kvörtun vegna þessa tiltekna kennara.

Rétt hefði verið að reka kennarann

Gunnar Ingi var gestur í hlaðvarpinu Eigin konur nýlega þar sem hann meðal annars tjáði sig um eftirmála þess að stíga svona fram.

Þar segir hann að viðbrögð skólans á sínum tíma hafi verið að senda kennarann til hans að biðjast afsökunar. Það hafi kennarinn gert en þó með því að afsaka hegðun sína sem grín. Því tók Gunnar afsökunarbeiðninni ekki sem einlægri. Hann hafi þó ekki viljað trufla móður sína með þessu þar sem hún var á þeim tíma að glíma við erfið veikindi. Þó fór svo að hún komst að málinu og fundaði með skólastjórnendum en ekkert frekar var gert í málinu.

Gunnar rekur að á þessum tíma hafi hann glímt við brotna sjálfs- og líkamsímynd. Hann hafi reynt að fela sig á bak við hettupeysur og reynt að láta fara lítið fyrir sér. Því hafi það rist djúpt þegar kennarinn smánaði hann með þessum hætti.

Telur Gunnar að rétt viðbrögð hefðu verið að segja kennaranum upp störfum „því þetta í alvörunni braut mig“

Kennarinn blokkaði Gunnar

Það hafi verið erfitt að opna á þessa lífsreynslu á TikTok með því að deila myndbandinu, en Gunnar hafi viljað sýna öðrum sem gætu verið í sömu stöðu að þeir séu ekki einir.

Myndbandið hafi vakið mikla athygli og hafi viðbrögðin komið Gunnari á óvart. Hann hafi fengið mikinn stuðning og kærleika frá ókunnugum. Síðan hafi hann fengið skilaboð frá gömlum bekkjarfélaga sem hafi beðist afsökunar.

„Ég fór bara yfir því að gráta að fólk væri í alvörunni að styðja mig. Ég hef aldrei fengið eitthvað svoleiðis áður.“

Hins vegar hafi hann ekkert heyrt frá skólanum. Hvorki frá kennaranum né skólastjóranum. Hann hafi reynt að fá viðbrögð frá kennaranum með því að tagga hann í færslu en þá hafi kennarann blokkað Gunnar á samfélagsmiðlum.

Eins hafi Gunnar furðað sig á því að Hrönn skólastjóri hafi ekki haft samband við hann eftir að hún ræddi við mbl.is

Gunnar segir að atvik sem þetta fylgi manni alla tíð.

„Maður tekur þetta alveg með sér alveg í gröfina“

Eftir á að hyggja sjái hann eftir því að hafa hreinlega ekki skipt um skóla, en það sé eina lausnin ef skólinn neiti að taka á vanda og veita aðstoð.

„Ég sé eftir því að hafa ekki bara skipt um skóla“

Vonast hann til að skólastjórinn og stjórnendur Víðistaðaskóla sjái að sér og bæti viðbrögð sín við svona málum og jafnvel taki á þessu tiltekna máli loks að festu.

„Það er aldrei of seint að breyta reglunum, en hvernig væri núna að sýna heiminum – reka þennan gæja – sýna að ef kennari gerir svona þá er eitthvað gert í því.“

Því það sé eðlilegt að mæður og feður landsins geti sent börnin sín í skóla án þess að hafa áhyggjur af því að kennari þeirra sé að leggja þau í einelti.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið