fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Íbúar sáu innbrotið í gegnum öryggismyndavél erlendis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. júlí 2022 07:22

mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöld var lögreglu tilkynnt um  yfirstandandi innbrot í íbúðarhús í Mosfellsbæ. Húseigendur voru staddir erlendis en sáu innbrotsþjófinn í gegnum öryggismyndavél heimilisins. Lögregla kom á vettvang og kom þá í ljós að öryggismyndavél hafði dottið af og var enginn  inni í húsinu.

Frá þessu greinir í dagbók lögreglu. Þar segir að mikið hafi verið um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt og gistu sjö fangageymslu.

Tilkynnt var um slagsmál á skemmtistað í Breiðholti. Höfðu 6-7 verið að slást en þegar lögregla kom á vettvang var allt orðið rólegt.

Kona ein lét öllum illum látum í miðborginni. Hafði hún skvett öli yfir dyraverði skemmtistaðar en er lögregla ræddi við hana missti hún stjórn á skapi sínuog reyndi ítrekað að sparka í og bíta lögreglumenn. Var konan vistuð í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila