fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Yfirlýsing frá Öfgum: Hvetjum fólk til að standa með þolendum og yfirgefa brekkuna á miðnætti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. júlí 2022 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öfgar skrifa: 

 

Það er bara eitt ár síðan þolendur og aktívistar fengu nóg af því að meintum gerendum sé hampað á stærstu útihátíð landsins.

Í fyrsta skiptið var hlustað, eða hvað?

Eftir mörg ár af baráttu, margar byltingar og berskjöldun þolenda þá var eins og núna væri kannski tími þolenda kominn? Núna ári síðar er maður uppi á sviði sem hefur í tvígang verið kærður fyrir nauðgun.

Þema druslugöngunnar í ár var valdaójafnvægi. Metoo byltingin síðastliðnu 12 mánuði hefur verið afhjúpun á valdamönnum sem í krafti valda og samfélagsstöðu beita ofbeldi, framlengja ofbeldinu með yfirlýsingum í fjölmiðlum og í skjóli réttakerfis sem verndar þá. Þeir komast upp með það án þess að þurfa nokkurntímann að axla ábyrgð, á meðan samfélagið sýpur hveljur yfir breyttu landslagi sem kallað er slaufunarmenning.

Þessi meinti nauðgari sem um ræðir gerði akkurat það. Opinberlega veittist að æru þolanda sem kærði hann fyrir nauðgun og kærði hana svo fyrir rangar sakagiftir.

Seinna málið fór ekki jafn hátt í umræðunni því við sem samfélag brugðumst þolendum með því að kokgleypa við aðförinni sem stóð yfir vikum saman. Hann bjó til uppskrift fyrir alla hina og mörgum árum síðar eru þessar aðferðir meintra gerenda enn við lýði.

Með þessari ákvörðun hrifsaði þjóðhátíðarnefnd því alla von frá þolendum um að geta mætt á þolendavæna þjóðhátíð.

Allt í nafni forréttinda manns sem hefur aldrei nokkurntímann axlað ábyrgð.

Öfgar ásamt 130 öðrum konum gerðu ákall á tónlistarfólk með yfirlýsingu síðasta árs.

Að tónlistarfólk tæki afstöðu og nýttu sitt vald til þess að hafa áhrif. Ekkert ykkar hefur sagt eitt einasta orð. Ekkert ykkar hefur notað platformið til þess að sýna að þið standið með þolendum og að þið fordæmið að menn innan ykkar geira beiti ofbeldi.

Slaufunarmenning gegn meintum gerendum er ekki til. Ákvörðun þjóðhátíðarnefndar og þögn tónlistarfólks sannar að þràtt fyrir allar byltingarnar sem þolendur og aktívistar hafa staðið fyrir í aldanna rás, að þolendur skipta ykkur engu máli. Að slaufunarmenningin beinist að þolendum. Við skiljum því vel ákvörðun Bleika fílsins að leggja árar í bát þetta árið eftir 10 ár af óeigingjarnri vinnu í erfiðu landslagi. Skilaboðin gætu ekki verið skýrari. Þið tókuð einhliða ákvörðun þegar að þið ákváðuð að það væri mikilvægara að hafa meintan nauðgara beran að ofan uppi á sviði að berja á trommur.

Að lokum viljum við hvetja ykkur sem standið með þolendum að yfirgefa brekkuna þegar hann stígur á svið. Hlutleysi er ekki til. Hlutleysi þýðir afstaða með meintum geranda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur