fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Neytendastofa slær á puttana á Costco – Óljós tilboð á nautahakki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa telur að tilboðsmerking Costco á nautahakki hafi verið villandi. Óljóst hafi verið af merkingunni hvað fólst í raun og veru í tilboðinu.

Neytendastofu barst ábending vegna auglýsingar sem viðskiptavinum Costco barst í tölvupósti undir yfirskriftinni „Nýjar vörur & tilboð“. Í úrskurði Neytendastofu vegna málsins segir:

„Í auglýsingunni tilgreindi félagið hvergi það fyrra verð sem auglýstar tilboðsvörur hefðu áður verið seldar á áður en til verðlækkunar kom. Þá var aðeins við einstaka vörur vísað til þess verðs sem auglýst væri sem tilboðsverð og í þeim tilvikum aðeins vísað til verðlækkunar í krónum. Við ákveðnar vörur var hins vegar aðeins vísað til gildistíma
tilboðsins án frekari upplýsinga.“

Neytendastofa telur ámælisvert að Costco geri ekki grein fyrir því hvert fyrra verð nautahakksins hafi verið. Sé því algjörlega óljóst hvað felist í tilboðinu.

Neytendastofa sendi Costco fyrirspurn þar sem óskað var skýringa á þessari framsetningu. Ekki bárust nein svör frá Costco til stofnunarinnar.

Neytendastofa telur að með þessari framgöngu hafi Costco brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Gefur Neytendastofa út að Costco sé hér með bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti. Bannið tók gildi þann 4. júlí.

Úrskurð Neytendastofu má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway