fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Óttast nýtt Barðavogsmál í Hafnarfirði – Ógnandi nágranni veldur skelfingu í Öldugötu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur útköll lögreglu að Öldugötu í Hafnarfirði hafa átt sér stað undanfarið og tengjast einum íbúa í götunni. Um er að ræða mann á ofanverðum sextugsaldri sem býr í eigin íbúð í húsi í götunni. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Lögreglustöð 2 hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við DV að maðurinn hafi verið kærður fyrir líkamsárás fyrir þremur vikum. Það atvik sé í rannsókn. Skúli kannast við fleiri útköll vegna mannsins en getur að öðru leyti ekki tjáð sig um málið.

DV birti í gær frétt með myndbandi af manni sem sýnir af sér ógnandi hegðun í strætisvagni. Sjá einnig: Maður ógnaði vagnstjóra – „Ég fer ekki að skíta út strætóinn með ÞÍNU BLÓÐI

Lesandi sem hafði samband við DV í morgun staðhæfir að þetta sé umræddur íbúi við Öldugötu. Auk þess að hafa ráðist á nágranna sinn er hann sakaður um að gera hróp að nágrönnum sínum um nætur. Íbúar í götunni sem DV hefur rætta við segja að nauðsynlegt sé að grípa inni í áður en eitthvað skelfilegt gerist.

Talið er að maðurinn sé í fíkniefnaneyslu en það er ekki staðfest.

Fyrrverandi nágranni mannsins ber honum vel söguna og segist hafa átt mjög góð samskipti við hann. Sá maður flutti úr hverfinu fyrir tveimur árum. Einn núverandi nágranni tekur í sama streng: „Þetta er í grunninn góður og duglegur maður en það er eitthvað mikið að hjá honum núna og hann þarf hjálp. Ég óttast hið versta ef ekki verður gripið inn í.“

„Fólk óttast nýtt Barðavogsmál ef ekki verður gert eitthvað í þessu,“ segir kona sem var í sambandi við DV. Vísar hún þá til harmleiksins sem varð í Barðavogi um hvítasunnuna er Gylfi Bergmann Heimisson lést eftir að hafa orðið fyrir árás nágranna síns. Ungur maður, Magnús Aron Magnússon, situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um verknaðinn. Nágrannar Magnúsar höfðu haft miklar áhyggjur af ástandi hans í langan tíma og óttast við versta. Hið sama virðist gilda um nágranna mannsins í Hafnarfirði.

Fólk sem DV hefur haft samband við til að spyrjast fyrir um manninn óttast hann og vill því ekki mikið láta hafa eftir sér. Það vill hins vegar að athygli sé vakin á ástandi hans og gripið verði inn í áður en eitthvað alvarlegt gerist.

Myndband sem DV birti í gær og birtist hér aftur fyrir neðan, í persónugreinanlegu formi, sýnir mjög ógnandi hegðun mannsins, að virðist í garð vagnstjóra. Eys hann fúkyrðum yfir vagnstjórann:

„Þú ert asni, halt þú kjafti, já æstu mig meira. Þú ert fífl. Þú ert ekki búinn að sjá mig orðinn REIÐAN,“ segir maðurinn til dæmis þegar honum er sagt að setjast niður í sætið sitt.

„Þú ættir að passa þig, þú ert fífl. Grjótheimskt FÍFL,“ heyrist maðurinn svo segja síðar í myndbandinu en þá er honum sagt að horfa í spegil.

„Ég þarf ekki að skoða það sem ég þekki, þú þekkir ekki sjálfan þig, þú ert asni. Þú þekkir – þú ert feit bumba sem ættir að ÞEGJA!“ „Ég fer að berja þig, á endanum á ég eftir að gera það. En ekki í strætó, nei kallinn minn, það verður að vera fyrir utan. Ég fer ekki að skíta út strætóinn með ÞÍNU BLÓÐI.“

Þá virðist vera sem manninum sé sagt að „borða bara ísinn“ sinn. „Þú ættir að þegja, nú ÞEGIRÐU,“ segir maðurinn í þann mund sem hann stendur upp og gengur í átt að bílstjóranum. „Það er komið að ÞEGJA!“ segir hann svo. Í lok myndbandsins má sjá hvernig maðurinn er rekinn úr vagninum. „Helvítis AUMINGINN ÞINN. ÞÚ ERT DRULLUSOKKUR! Ég á eftir að kynnast þér aftur,“ segir maðurinn þá.

video
play-sharp-fill

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Hide picture