fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Hasar hjá lögreglu í nótt – Rændi matvöru verslun og flúði á miklum hraða

Rafn Ágúst Ragnarsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 09:13

Fyrir utan Sólon. Mynd: Kolbeinn Tumi Daðason. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um rán í gærkvöldi í matvöruverslun í hverfi 108. Maður réðst á kassastarfsmann með ofbeldi og stal peningum úr sjóðsvél. Hann flúði svo í bifreið. Lögreglumenn sáu bílinn skömmu síðar og hófst eftirför. Árásaraðilinn ók utan í margar bifreiðar og ók á móti umferð til að reyna að komast undan lögreglunni en keyrði á og var tekinn fastur. Maðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og fleira.

Þetta kom fram í dagbók lögreglunnar. Þar kom einnig fram að ungur drengur í annarlegu ástandi hafi ráðist á tvær stúlkur og reynt að ræna þær um miðnætti í gær. Hann kýldi aðra stelpuna í andlitið en þær náðu að hlaupa til foreldra. Drengurinn var handtekinn og var vistaður á viðeigandi stofnun í samráði við foreldri og Barnavernd.

Einnig hafði lögreglan afskipti af ölvuðum manni með stóra kylfu í miðbænum. Hann var handtekinn og kylfan tekin af honum. Hann sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás og ætlaði að leita hefnda með kylfunni. Manninum var sleppt lausum eftir viðræður og fór heim til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás