fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Telma Sveinsdóttir ráðin mannauðsstjóri Travelshift

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. júní 2022 12:48

Telma Sveinsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðatæknifyrirtækið Travelshift sem rekur m.a. Guide to Iceland, markaðstorg sem er notað af yfir 1500 ferðaþjónustufyrirtækjum á Íslandi, hefur ráðið Telmu Sveinsdóttur í stöðu mannauðsstjóra.

Telma, sem er með mastersgráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, kemur til Travelshift frá Símanum þar sem hún starfaði sem fræðslusérfræðingur. Þar á undan starfaði Telma um árabil sem mannauðssérfræðingur hjá Landspítalanum, þar sem hún sérhæfði sig í ráðningum og aðlögun erlendra sérfræðinga.

„Travelshift er framúrskarandi fyrirtæki að mörgu leyti og ekki síst þegar kemur að því að gera vel við starfsfólkið sitt, en hópurinn er m.a. nýkominn frá Portúgal. Það eru að auki eru spennandi tímar framundan hjá Travelshift. Fyrirtækið fagnar 10 ára afmæli með tónleikum á Ingólfstorgi laugardagin 2. júli þar sem fram koma Friðrik Dór, Gugusar og Herra Hnetusmjör. Það verður frítt inn og öllum er boðið en tónleikarnir byrja klukkan 20 og standa til 22. Það verður gaman að fá að vinna með teyminu og einstakt tækifæri að fá að taka þátt í þessari vegferð,“ segir Telma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd