fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Segist sjá merki þess að Pútín sé farinn að missa völdin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 05:51

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bak við allt montið er hann hægt og rólega að missa völdin.“ Þetta skrifar Lawrence Freedman, prófessor emiritus við War Studies við King‘s College London í greininni „Paralysis in Moscow“ (Lömun í Moskvu) og er þarna að tala um Vladímír Pútín, Rússlandsforseta.

Hann segir að fyrstu merki þess að Pútín sé að missa völdin séu farin að sjást. „Einkennin er ekki að finna í viljanum til að sætta sig við málamiðlun, sem er ekki enn að sjá, heldur í pólitískri lömun sem sýnir sig með að hann heldur sig við áður ákveðna taktík því honum dettur ekki neitt betra í hug,“ skrifar Freedman.

Hann segir að þetta komi svo illa við Rússland að það geti endað með að hafa áhrif á þau föstu tök sem Pútín hefur um valdataumana í landinu.

Hann bendir á að almenn óánægja sé með stríðið og efnahagslegar afleiðingar þess meðal elítu landsins og að rússneskt efnahagslíf sé í vanda vegna refsiaðgerða Vesturlanda. Þær hafi einnig áhrif á almenna borgara í Rússlandi. Hann segir að óopinberar áætlanir geri ráð fyrir allt að 15% efnahagssamdrætti í Rússlandi á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“