fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Ferðamaður sakaður um að mynda naktar konur í óleyfi við Kaldbakstjarnir – Sagðist hafa rétt á að mynda „sexy women in nature“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 11:30

Kaldbakstjarnir. Facebook skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppákoma varð hjá böðunum Kaldbakstjarnir, skammt frá Húsavík, fyrir nokkrum dögum, þegar svissneskur ferðamaður myndaði þar í gríð og erg fimm naktar konur sem voru að hafa fataskipti eftir að þær höfðu baðað sig, klæddar sundfötum, í tjörnunum.

Með konunum í fylgd var ungur karlmaður en hann var kominn út í bíl þegar ferðamaðurinn fór að mynda konurnar. Mikinn óhug sló að fólkinu við þetta athæfi mannsins enda alþekkt að nektarmyndir geta farið í mikla umferð á netinu og skotið upp kollinum á vafasömum síðum.

DV ræddi stuttlega við eina konu úr hópnum og unga karlmanninn sem var með þeim og greindu þau blaðamanni frá því að þau hefðu haft upp á svissneska ferðamanninum inni á Húsavík þar sem þau báru kennsl á húsbílinn hans. Maðurinn sjálfur lítur út fyrir að vera um sextugt en með honum var vinkona eða unnusta hans sem lítur út fyrir að vera um fimmtugt. Maðurinn er gráhærður og þunnhærður, með yfirvaraskegg. Hann ekur um á ljósgráum húsbíl af gerðinni Fiat.

Unga konan og ungi maðurinn segja að svissneski ferðamaðurinn hafi brugðist við kvörtunum þeirra með dónaskap og yfirlæti. Hann hafi meðal annars sagt að hann hefði rétt á því að mynda „sexy women in nature“. Unnusta mannsins er líka sögð hafa gert lítið úr málinu og hlegið.

„Hann sagði að það væri okkur að kenna að vera naktar á almannafæri,“ segir konan.

„Hann horfði aldrei í augun á mér á meðan ég talaði við hann og var bæði yfirlætislegur og ruddalegur,“ segir konan. Hún krafðist þess við manninn að hann eyddi myndunum. Eftir nokkur þjark féllst maðurinn á að eyða myndunum af konunum úr myndavélinni sinni en þær voru að sögn konunnar yfir hundrað.

Fólkið hafði samband við lögregluna á Húsavík sem kom á vettvang og yfirfór myndavél mannsins. Staðfestu lögreglumenn að öllum myndum af konunum hefði verið eytt. Lögreglumennirnir höfðu ekki forsendur til að handtaka manninn en viðmælendur DV segja að lögreglumennirnir hafi unnið málið af fagmennsku og verið mjög kurteisir.

Fólkið óttast hins vegar að maðurinn haldi þessari iðju áfram. Hann er farinn frá Húsavík en er á ferðinni  einhvers staðar um landið á húsbílnum. „Við viljum vara fólk við þessum manni. Svona hegðun á hvergi og aldrei að líðast,“ segir konan.

Hún bendir á að þau sem voru að baða sig í tjörnunum séu ekki nektarsinnar og hafi ekki verið að baða sig nakin. Þau hafi hins vegar þurft að skipta um föt og reynt að skýla nekt sinni á meðan fataskiptin áttu sér stað. Á því augnabliki myndaði Svisslendingurinn konurnar í gríð og erg. „Þetta getur ekki verið okkur að kenna af því við höfum verið naktar úti í náttúrunni, eins og hann reynir að halda fram, því við vorum bara að skipta úr sundfötunum yfir í venjuleg föt. Við komumst þess vegna ekki hjá því að afhjúpa nekt okkar örstutt úti í náttúrunni,“ segir konan.

Konan segir að líklega sé ekki meira fyrir þau að gera í málinu í bili en vonar innilega að fólk verði á varðbergi gagnvart manninum og hegðun af þessu tagi. Hún óttast að hann haldi þessu myndatökum áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás