fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Danir undirbúa sig undir kórónuveiruvetur – Bjóða 2,5 milljónum landsmanna bólusetningu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 06:55

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til fréttamannafundar í gær þar sem staða kórónuveirufaraldursins var rædd. Auk hennar voru Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, og æðstu embættismenn heilbrigðiskerfisins á fundinum.

Fram kom að heilbrigðisyfirvöld reikna með að faraldurinn muni herja á Dani næsta vetur en engar áætlanir eru uppi um að grípa til sérstakra sóttvarnaaðgerða eða umfangsmikillar samfélagslokunar.

2,5 milljónum landsmanna verður boðið upp á örvunarskammt númer tvö í haust til auka vörnina gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19.  Frá og með 15. september verður íbúum á dvalarheimilum aldraðra og fólki í sérstaklega viðkvæmum hópum boðið upp á örvunarskammt og frá 1. október stendur öllum 50 ára og eldri slíkur skammtur til boða. Bóluefnin frá Pfizer og Moderna verða í boði.

Faraldurinn hefur sótt í sig veðrið síðustu vikur í Danmörku en er þó ekki mikill að umfangi eins og staðan er í dag. Það er BA.5 afbrigðið, sem er undirafbrigði Ómíkron, sem veldur þessu. Søren Brostrøm, landlæknir, sagði að segja megi að nú sé „lítill sumarfaraldur“.

Landlæknisembættið á von á stærri faraldri í vetur og hefur undirbúið sig undir hann síðustu vikur. Einn liður í þeim undirbúningi er að bólusetningar hefjast á nýjan leik í september. Bólusetningum verður flýtt ef merki eru um að vetrarbylgjan verði fyrr á ferðinni en reiknað er með núna.

Aðalmarkmiðið með aðgerðum heilbrigðisyfirvalda núna er að koma í veg fyrir alvarleg veikindi, sjúkrahúsinnlagnir og dauða, ekki að koma í veg fyrir smit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar