fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Gluggasmiðjan sökuð um misferli – „Pantaði hjá þeim vörur í nóvember sem hafa ekki skilað sér. Þeir halda áfram að taka við pöntunum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. júní 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gluggasmiðjan, byggingavörufyrirtæki í Hafnarfirði, er sökuð um misferli. Arnar Jónsson, byggingaverktaki í Þorlákshöfn, segir að vörur sem hann pantaði hjá fyrirtækinu í nóvember hafi enn ekki skilað sér. Þurfti hann að greiða hátt staðfestingargjald fyrir vörurnar er hann pantaði, um hálfa milljón króna. Arnar segist þó hafa orðið fyrir meiri skaða en sem nemur þessari upphæð, skortur Gluggasmiðjunnar á hreinskilni í málinu hafi valdið honum verulegum búsifjum:

„Pantaði hjá þeim vörur í nóvember sem hafa ekki skilað sér. Þeir halda áfram að taka við pöntunum. Þetta voru gluggar sem áttu að fara í leigubúð en ég hef ekki getað leigt íbúðina út. Ef þeir hefðu bara verið hreinskilnir og sagt mér að þeir væru í vandræðum þá hefði ég leitað annað með smíðina,“ segir Arnar sem telur Gluggasmiðjuna hafa dregið sig á asnaeyrunum í langan tíma.

Arnar hefur hvað eftir annað reynt að ná sambandi við framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Krysztof Hilla, og sölustjórann Hafsteinn Hilmarsson, til að leita skýringa, en án árangurs. Þeir hafi aldrei samband þrátt fyrir margítrekuð skilaboð.

Arnar telur að fyrirtækið sé að fara á hausinn en sé á sama tíma að safna inn greiðslum fyrir pöntunum sem aldrei verði afgreiddar:

„Ég prófaði í morgun að hringja og þykjast vera annar en ég er. Þá fékk ég staðfest að þeir halda áfram að harka inn fyrir pöntunum. Þetta er óheiðarlegur leikur því ég tel víst að þeir séu á leiðinni í greiðslustöðvun,“ segir Arnar, ómyrkur í máli.

„Það þarf að vara fólk við fyrirtækum sem leika þennan leik,“ segir hann ennfremur. Hann segir ljóst að Gluggasmiðjan ætli hvorki að afhenda honum vörurnar sem hann hefur pantað né endurgreiða honum staðfestingargjaldið.

DV reyndi árangurslaust og margítrekað að ná símabandi við forsvarsmenn fyrirtækisns í dag, framkvæmdastjórann Krysztof Hilla og sölustjórann Hafsteinn Hilmarsson, til að bera undir þá þessar ásakanir. Einnig var sendur tölvupóstur á þá báða en honum hefur ekki verið svarað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar