fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Meintur nauðgari fyrir dóm þremur og hálfu ári eftir brotið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. júní 2022 20:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi miðvikudag verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í máli manns sem ákærur er fyrir nauðgun. Um lokað þinghald er að ræða. Atvikið átti sér stað í febrúar árið 2019. Í umræðu um kynferðisbrot hefur oft verið gagnrýnt hvað framgangur þeirra mála í réttarkerfinu er oft hægur en í þessu tilviku er um tæplega þrjú og hálft ár frá atvikinu.

DV hefur  ákæruna í málinu undir höndum en maðurinn er sakaður um að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 5. febrúar 2019 á þáverandi heimili sínu haft samræði við konu án hennar samþykkis og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Fékk hún sogbletti á kinn og hálsi og bitfar á vinstra læri eftir árás mannsins.

Í ákæru er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Konan krefst auk þess miskabóta að fjárhæð fjórar milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér