fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Hlín í miðpunkti fjöldamótmæla í Grikklandi – „Það er ákveðinn óhugnaður í gangi í stjórnmálum hér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. júní 2022 16:30

Hlín og Andromeda opna mótmælin 15. júní með laginu Imagine fyrir utan Hæstarétt Grikklands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrina mótmæla hefur staðið yfir í Grikklandi undanfarið sem beinast gegn félögum í flokknum Gyllt dögun. Endurupptekin réttarhöld standa yfir mönnunum vegna morðanna á tónlistarmanninum Pavlos Fyssas (Killah P), pakistanska farandverkamanninum Shahzad Lukman og morðtilrauna á annars vegar kommúnistum og hins vegar egypskum trillukörlum, sem áttu sér stað fyrir nokkrum árum. Mótmælendur óttast að samtökin hafi áhrif á yfirvöld vegna ítaka sinna í kerfinu.

Íslenska söngkonan og rithöfundurinn Hlín Leifsdóttir hefur tekið þátt í mótmælunum og meðal annars sungið þar einsöng og flutt eigin ljóð. Síðastliðinn miðvikudag hófst endurupptaka réttarhaldanna gegn Gylltri dögun og þá báðu skipuleggjendur mótmælanna Hlín um að opna mótmælin og „setja tóninn“ með söng fyrir utan Hæstarétt Grikklands.

„Það er ákveðinn óhugnaður í gangi í stjórnmálum hér akkúrat núna,“ segir Hlín. „Háttsettir menn láta hafa eftir sér að hér séu engir „alvöru“ flóttamenn nema frá Úkraínu og fara minna dult með kynþáttahatrið en áður og fólk sem er tilbúið að grípa til aðgerða af ýmsu tagi vill minna á sig. Þess vegna boðar breiðfylking ólíkra afla til þessara mótmæla.“

Hlín segir að Gyllt dögun sé einnig bendluð við ofbeldisverk gegn LBGT-fólki og fleiri minnihlutahópum. Þátttaka Hlínar í mótmælunum er hluti af starfi listahóps sem lætur mjög að sér kveða í mótmælunum.

„Við stöndum fyrir alls konar viðburðum hér í Aþenu sem hafa þann tilgang að bæta samfélagið. Til dæmis störfum við með sjálfssprottnum eldhúsum sem tengjast engum stjórnmálasamtökum eða trúarhreyfingum, heldur spretta bara upp eins og blóm á strætinu og við eldum fyrir 300-500 manns í einu. Vinir mínir hafa verið að gera heimildarmynd um þessi eldhús og á sunnudaginn stöndum við fyrir viðburði þar sem ýmsir rithöfundar leggja okkur lið. Þar verða flutt ljóð og tónlist til að berjast gegn fátækt og matarskorti og síðan verður kvikmyndin frumsýnd. Við tökum fyrir ýmis samfélagsmálefni með svipuðum hætti, en þetta er hópur sem starfar að því markmiði að nýta kraft listarinnar til að bæta heiminn, sem sumum finnst kannski gamaldags viðhorf en við bara trúum ennþá á.“

Í myndbandinu hér að neðan má sjá Hlín syngja í undirbúningsmótmælum sem voru aðdraganda aðalmótmælanna í Aþenu á miðvikudag. Hún flytur þarna lagið Imagine eftir John Lennon við ljóð Yoko Ono í útsetningu píanistans og tónskáldsins Andromedu. Andromeda lék einnig frumsamda tónlist undir ljóðalestri listahópsins á aðalmótmælunum 15. júní, en auk Hlínar fluttu skáldin Adriana Birbili og Theocharis Papadopoulos ljóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar