fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrum sendiherra segir að aðeins eitt geti fengið Pútín til að stöðva stríðið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 06:59

Arftaki Pútíns gæti verið enn herskárri en hann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aðeins eitt sem getur fengið Rússa til að hætta stríðsrekstrinum í Úkraínu. Það er að minnsta kosti mat Michael McFaul fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi.

Í samtali við MSNBC sagði hann að þetta snúist ekki um tilfinningar Pútíns heldur um völd.

Með þessu mælir hann gegn orðum Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, sem hefur sagt að mikilvægt sé að forðast að niðurlægja Pútín ef hægt á að vera knýja fram diplómatíska lausn á stríðinu.

McFaul segir þetta „barnaleg“ ummæli því Pútín muni halda áfram að reyna halda herteknum svæðum í Úkraínu. „Hann sest ekki við samningaborðið fyrr en her hans getur ekki lengur sótt fram. Þegar hann er fastur á vígvellinum. Þetta snýst um völd, ekki um tilfinningar Pútíns,“ sagði McFaul sem var sendiherra í Rússlandi frá 2012 til 2014.

Hann sagði að hvorki diplómatískar tilraunir né efnahagslegar refsiaðgerðir séu það sem muni stöðva Pútín. Hann sagði að stríðsrekstur Pútíns sanni þetta. Grimmd Rússa sýni að það sé ekki fyrr en hersveitir Pútíns geti ekki sótt fram sem Pútín bakki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Í gær

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“