fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Simmi Vill segist vilja „hækka dagvinnukaup“ í kjölfar gagnrýni netverja – „Ég er ennþá að hlæja yfir Simma“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 13:30

Myndin er samsett - Mynd af Sigmari: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, sem oftast er kallaður Simmi Vill, vakti töluverða athygli netverja vegna pistils sem hann skrifaði í gær og birtist á Vísi.

Í pistlinum talar Sigmar um laun starfsmanna en hann bendir til að mynda á að hlutastarfsmenn í fyrirtækjum fái oft hærri laun fyrir færri tíma þar sem þeir vinna á kvöldin og um helgar.

Sigmar segir svo orðrétt í pistlinum að það sé „óréttlátt gagnvart þeim launamönnum sem geta ekki unnið um kvöld og helgar“.

Í gærkvöldi birti Sigmar myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hann gagnrýnir frétt DV um pistilinn. Hann segir að um „glatað take“ sé að ræða, „gjörsamlega glatað“ hjá undirrituðum blaðamanni. Þá útskýrir Sigmar í athugasemd undir fréttinni að hugmyndin í pistlinum hafi í raun verið að „hækka laun í dagvinnu og leggja af það óréttlæti sem liggur í 33% álagi eftir kl. 17.00 á daginn og 45% álagi á laugardögum og sunnudögum.“

Sigmar segir þó ekki neins staðar í umræddum pistli að hann vilji „hækka laun í dagvinnu“, orðið „hækka“ kemur ekki einu sinni fyrir í pistlinum. Hann talar hins vegar um það í pistlinum að hugmyndin hans gæti „spornað gegn verðhækkunum á vörum og þjónustu“ – það verður vægast sagt áhugavert að sjá hvernig hann ætlar að sporna gegn verðhækkunum með því að hækka dagvinnutaxtann.

Netverjar svara Sigmari

Pistill Sigmars hefur vakið upp mikla umræðu í samfélaginu og hafa netverjar furðað sig mikið á þessari hugmynd hans. Arnar Kjartansson, viðskiptafræðingur og MORFÍs-þjálfari, birti til að mynda pistil á Vísi sem svarar pistli Sigmars.

Arnar útskýrir í pistlinum hvers vegna fólk á einfaldlega skilið hærri laun fyrir að vinna um kvöld og helgar:

„Almenna reglan er sú að á kvöldin fái launþegar 33% hækkun á grunnlaunum og 45% um helgar. Þetta er bæði gert til þess að greiða fólki fyrir meiri vinnu og til þess að fyrirtæki nái að fylla þær vaktir sem teljast óæskilegri. Almennt kýs fólk að vinna á morgnanna og á daginn enda eru flestir sem að vinna á þeim tímum.

Tökum dæmi, maður vinnur hjá símfyrirtæki í fullu starfi. Hann á konu og 2 börn á leikskólaaldri. Hans vaktir krefja hann um að vinna frá 14-22 á kvöldin. Börnin eru þó í leikskóla og klára hann klukkan 17 á daginn og þarf því konan að sinna börnunum ein, hann sér þau lítið, ekki nema á morgnanna áður en að þau fara í leikskólann. Þetta er aukið álag á fjölskylduna og því eðlilegt að maðurinn fái greidd hærri laun til þess að komast til móts við þessa stöðu.“

Fleiri hafa gripið í svipaða strengi og Arnar á samfélagsmiðlinum Twitter, líkt og gengur og gerist á Twitter þá er spilað aðeins harkalegar á strengina þar:

Þá hafa nokkrir netverjar ákveðið að sniðganga þá veitingastaði sem eru í eigu Sigmars:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar